Ólafur flutti til London til að vera nær barnabarninu

Föðurhlutverkið | 22. október 2023

Ólafur flutti til London til að vera nær barnabarninu

Ólafur Gunnar Guðlaugsson rithöfundur var að gefa frá sér bókina Návaldið. Í gegnum tíðina hefur fjölskylda hans veitt honum innblástur í skáldsagnagerðinni en Ólafur er mikill fjölskyldumaður. Ólafur hefur verið kvæntur Herdísi Finnbogadóttur sálfræðingi í yfir 30 ár og saman eiga þau Ara og Ragnar. Fyrr á árinu bættist afabarnið Tristan Logi við fjölskylduna. 

Ólafur flutti til London til að vera nær barnabarninu

Föðurhlutverkið | 22. október 2023

Hjónin Herdís og Ólafur fluttu tímabundið til London þegar sonur …
Hjónin Herdís og Ólafur fluttu tímabundið til London þegar sonur þeirra Ari eignaðist sitt fyrsta barn. Barnið er jafnframt fyrsta barnabarn þeirra. Samsett mynd

Ólaf­ur Gunn­ar Guðlaugs­son rit­höf­und­ur var að gefa frá sér bók­ina Návaldið. Í gegn­um tíðina hef­ur fjöl­skylda hans veitt hon­um inn­blást­ur í skáld­sagna­gerðinni en Ólaf­ur er mik­ill fjöl­skyldumaður. Ólaf­ur hef­ur verið kvænt­ur Her­dísi Finn­boga­dótt­ur sál­fræðingi í yfir 30 ár og sam­an eiga þau Ara og Ragn­ar. Fyrr á ár­inu bætt­ist afa­barnið Trist­an Logi við fjöl­skyld­una. 

Ólaf­ur Gunn­ar Guðlaugs­son rit­höf­und­ur var að gefa frá sér bók­ina Návaldið. Í gegn­um tíðina hef­ur fjöl­skylda hans veitt hon­um inn­blást­ur í skáld­sagna­gerðinni en Ólaf­ur er mik­ill fjöl­skyldumaður. Ólaf­ur hef­ur verið kvænt­ur Her­dísi Finn­boga­dótt­ur sál­fræðingi í yfir 30 ár og sam­an eiga þau Ara og Ragn­ar. Fyrr á ár­inu bætt­ist afa­barnið Trist­an Logi við fjöl­skyld­una. 

Ólaf­ur seg­ir það virki­lega góða til­finn­ingu að hafa klárað heil­an þríleik og vera bú­inn að gefa út loka­bók­ina Návaldið. „Ég fékk fyrstu hug­mynd­ina að Ljós­bera árið 2008, vann með hana í mörg ár, fór fram og til baka og á end­an­um áttaði mig á því að sag­an var það stór að ein bók gæti ekki gert sög­unni full­kom­in skil. Án þess að kjafta frá neinu þá fjall­ar bók­in um fjög­ur ung­menni á þriðja ári í Haga­skóla. Þeim er öll­um gef­in skyggni­gáfa en eru mis­langt á veg kom­in að beita henni. Fljót­lega blas­ir við að ekk­ert sem þau þótt­ust vita um lífið, al­heim­inn og eðli til­ver­unn­ar er eins og þau héldu – eða gat órað fyr­ir – og vilji þeirra og geta til að sætt­ast við krafta sína og læra að beita þeim skipti sköp­um í viður­eign­inni við þau hrylli­legu ofuröfl sem ógna til­veru okk­ar allra,“ seg­ir Ólaf­ur um bæk­urn­ar þrjár. 

„Ég var kom­inn þokka­lega af stað þegar Covid-19 far­ald­ur­inn skall á. Það leiddi til þess að ég var lát­inn fara frá því starfi sem ég var í og þá var ekk­ert annað en að klára fyrstu bók­ina, Ljós­bera. Mér gekk vel og fékk Íslensku barna­bóka­verðlaun­in 2021, sem er mik­ill heiður. Ég var kom­inn á ról og næsta bók, Of­ur­vætt­ir, rann á síðurn­ar eins og ekk­ert var! En þriðja bók­in, Návaldið, var nokkuð snú­in. Ég vissi vel hvernig þessi epík ætti að enda en var orðinn svo tengd­ur sögu­per­són­un­um að ég átti erfitt með að láta þau ganga í gegn­um þann hryll­ing sem beið þeirra. Ég held að ég hafi náð að lenda þessu nokkuð vel,“ seg­ir Ólaf­ur og hlær.

Ólafur fagnaði útgáfu Návaldsins í skemmtilegu útgáfuteitu á dögunum.
Ólaf­ur fagnaði út­gáfu Návalds­ins í skemmti­legu út­gáfu­teitu á dög­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við vor­um svona þrír nör­da­gæj­ar“

Áður en að þríleik­ur­inn kom út hafði Ólaf­ur skrifað bóka­flokk­inn vin­sæla um Bene­dikt búálf en hann seg­ir öðru­vísi að skrifa fyr­ir eldri les­end­ur. 

„Í fyrsta lagi þá eru barna­bæk­ur oft­ast myndskreytt­ar og ekki mikið lengri en 40 síður. Ég hafði þá þegar skrifað og teiknað níu bæk­ur um hann Bene­dikt minn búálf og fram­leitt eitt stykki söng­leik. Það var gam­an og mér gekk vel. En að skrifa 300 plús síður í þrem­ur bók­um það er allt annað mál! Og satt best að segja þá vissi ég ekk­ert hvað ég var að demba mér út í. En ég vissi hvernig sag­an átti að vera. Ég vildi skapa epíska skáld­sögu sem var bæði of­ur­nátt­úru­leg og ógn­væn­leg, fynd­in og sorg­leg en alltaf spenn­andi, með kraft­mik­illi at­b­urðarás sem myndi halda les­end­um í of­væni fram að síðustu síðu. Aðal­per­són­urn­ar, hetj­ur sög­unn­ar, urðu að vera áhuga­verðar, gædd­ar mikl­um kost­um en háðar tölu­verðum tak­mörk­un­um. Upp­runi þeirra og fortíð er mis­mun­andi. Þeim er hent inn í full­orðinsaðstæður, þar sem ein slæm ákvörðun, eitt hik, get­ur skipt sköp­um á milli lífs og dauða. Ógnin er mik­il og það er ekk­ert sem seg­ir að þau lifi endi­lega af.“

Fjölskyldan fagnaði vel þegar Ari vann Söngvakeppnina árið 2018.
Fjöl­skyld­an fagnaði vel þegar Ari vann Söngv­akeppn­ina árið 2018. Ljós­mynd/​Aðsend

Hafði það eitt­hvað með að gera að strák­arn­ir þínir voru orðnir eldri að þú fórst að skrifa fyr­ir eldri les­enda­hóp?

„Já, tví­mæla­laust. Sko, það er þannig að ég er þessi „org­inal“ nörd. Ég elska góðar mynda­sög­ur, góðar sjón­varps­serí­ur og bíó og mér tókst full­kom­lega að smita strák­ana mína! Við vor­um svona þrír nör­da­gæj­ar að tala og spek­úl­era um alls kona of­ur­hetj­ur og furðusög­ur. Mjög gam­an. En þeir, eins og svo marg­ir krakk­ar, áttu pínu erfitt með halda fókus í að lesa heilu bæk­urn­ar. Það var þá sem ég fór að leggja drög­in að Ljós­bera og öðrum sög­um sem ég er að vinna í núna.

Við erum þónokk­ur hér á Íslandi sem erum að skrifa fyr­ir ung­linga svo­kallaðar ung­menna­bæk­ur og við ger­um það af full­um hug og fullri nauðsyn. Fyr­ir mitt leyti þá er ég að skemmta krakk­an­um í sjálf­um mér og ég er að skrifa sög­ur sem ég veit að marg­ir ung­ling­ar munu hafa gam­an af. Menn­ing­ar­legt gildi ung­menna­bók­mennta er gíf­ur­lega mikið og mik­il­vægt, því ef við vilj­um að okk­ar yngri les­end­ur hafi yndi af því að lesa skáld­sög­ur þá ber okk­ur að skapa fleiri sög­ur sem höfða til þeirra. Við verðum að ala upp les­end­ur á ís­lensku. Það er ekki þannig að full­orðin mann­eskja, sem hef­ur aldrei tamið sér lest­ur, vakni upp einn góðan veður­dag og seg­ir: „Jæja, nú ætla ég að fara að lesa fullt af bók­um!“ Það er bara ekki þannig.“

Fjölskyldan í London.
Fjöl­skyld­an í London. Ljós­mynd/​Aðsend

Bræðurn­ir Ari og Ragn­ar eru full­orðnir menn í dag, 25 ára og 23 ára. Blaðamanni leik­ur for­vitni á að vita hvort að föður­hlut­verkið breyt­ist á ein­hvern hátt með aldr­in­um. 

„Auðvitað. En samt ekki eins mikið og marg­ir halda. Ég kem fram við syni mína í dag eins og ég hef alltaf gert. Ég tala við þá, ekki pre­dika, ekki tala yfir hausa­mót­un­um á þeim, ekki skipa þeim fyr­ir. Vera bara al­mennt hress og kát­ur og ekki plaga þá með þínum vanda­mál­um. Við Her­dís vor­um mjög sam­stíga í okk­ar upp­eldi. Við sett­um ramma en vor­um alltaf, eða oft­ast, sann­gjörn. Það voru þessi grunn­gildi sem við töld­um nauðsyn­leg; vera dug­leg­ur, klára það sem þú byrj­ar á, ekki gef­ast upp, gang­ast við til­finn­ing­um þínum, gang­ast við því sem maður hef­ur gert og við kennd­um þeim að það er al­ger­lega ókeyp­is að biðjast af­sök­un­ar, svo­leiðis hlut­ir. En að þessu sögðu þá er dreng­irn­ir okk­ar með ein­stak­lega gott upp­lag, virki­lega góðir gæj­ar og við hjón­in hljót­um að hafa gert eitt­hvað rétt því þeir sækj­ast mikið eft­ir okk­ar nær­veru, þeir og kær­ust­ur þeirra. Lífið er gott!“

Ólafur og Herdís eru náin sonum sínum og kærustum.
Ólaf­ur og Her­dís eru náin son­um sín­um og kær­ust­um.

Góð ákvörðun að vera nær barna­barn­inu

Í apríl eignaðist Ari eldri son­ur þeirra Ólafs og Her­dís­ar son­inn Trist­an Loga með sam­býl­is­konu sinni, Sól­veigu Lilju Rögn­valds­dótt­ur. Ólaf­ur er stolt­ur afi og seg­ir litla kút­inn vera því­lík­an ynd­is­bolta. Áður en sá stutti var kom­inn með nafn var hann kallaður Larry af vin­um Ara. Gælu­nafnið var stytt­ing á little Ari eða litli Ari. „Verst er að þau búa í London – þannig að við bara flutt­um til þeirra,“ seg­ir Ólaf­ur. 

Hvernig var að flytja til London í þrjá mánuði til að hjálpa með barna­barnið? 

„Á þeim tíma sem Trist­an Logi fædd­ist var Ari að klára master­inn sinn í The Royal Aca­demy of Music í Musical Theatre. Her­dís sá strax í hvað stefndi í upp­hafi meðgöng­unn­ar. Ég skal viður­kenna að ég var seinni til, var at­vinnu­laus og sá bara vanda­mál. En síðan fékk ég vinnu sem myndi byrja í ág­úst og að lok­um gerðum við þær ráðstaf­an­ir sem þurfti og við flutt­um til London 21. apríl. Það kom ekk­ert annað til greina. Ari var mjög upp­tek­inn og þetta er lík­lega ein besta ákvörðun sem við höf­um tekið. London er marg­slung­in borg og það er mik­ill mun­ur á því að vera túristi eða íbúi. En ekki af hinu slæma, alls ekki. Við bjugg­um fyrst í múslima­hverfi í vest­ur-London, það var mjög góð lífs­reynsla. Síðan flutt­um við í há­hýsi (52 hæðir) aðeins aust­ar og áfram hélt lífið að leika við okk­ur. Tók­um dag­lega strætó til þeirra, ferðuðumst í Overground, fór­um mjög oft í garðana, út að borða, elduðum heima, fór­um á tón­leika og leik­hús, bara geggjað í alla staði. Ég gæti vel hugsað mér að búa þar til fram­búðar.“

Ólafur í lestinni í london með afasyninum Tritani Loga.
Ólaf­ur í lest­inni í london með afa­syn­in­um Trit­ani Loga. Ljós­mynd/​Aðsend

Eiga þess­ir mánuðir kannski eft­ir að veita þér inn­blást­ur?

„Ó já! Ég er þegar byrjaður á nýrri bók um Bene­dikt búálf: Herra Trist­an og sverðið log­andi! En í al­vöru, þá sýndu þess­ir mánuðir það hvað við hjón­in erum sam­rýmd og hvað við get­um gert þegar við leggj­um haus­ana sam­an í bleyti.“

Feðgarnir Ari og Tritan Logi eru brosmildir.
Feðgarn­ir Ari og Trit­an Logi eru bros­mild­ir.

Hvað er að frétta af Bene­dikt búálfi?

„Ja, fyrst þú spurðir! Ég get sagt frá því að Sjón­varp Sím­ans hef­ur pantað sex 40 mín­útna langa þætti um æv­in­týri Bene­dikts og fé­laga í Álf­heim­um. Þessa dag­ana erum við að fín­pússa hand­ritið og tök­ur hefjast í byrj­un næsta árs. Í nóv­em­ber mun­um við vera með pruf­ur fyr­ir unga krakka til að leika Dídí og Arn­ar Þór bróðir henn­ar. Virki­lega spenn­andi tím­ar framund­an. Lífið er gott!“

Hjónin Herdís og Ólafur á góðri stundu.
Hjón­in Her­dís og Ólaf­ur á góðri stundu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is