Nýsmíðað uppsjávarskip Gjögurs hf., nýr Hákon ÞH, var sjósett í Karstensens skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi á föstudag við hátíðlega athöfn. Áætlað er að afhending skipsins fari frma í apríl 2025.
Nýsmíðað uppsjávarskip Gjögurs hf., nýr Hákon ÞH, var sjósett í Karstensens skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi á föstudag við hátíðlega athöfn. Áætlað er að afhending skipsins fari frma í apríl 2025.
Nýsmíðað uppsjávarskip Gjögurs hf., nýr Hákon ÞH, var sjósett í Karstensens skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi á föstudag við hátíðlega athöfn. Áætlað er að afhending skipsins fari frma í apríl 2025.
Skrúfa skipsins er fjórir metrar í þvermál og er um borð 5.200 kW aðalvél frá Wärtstilä. Skipið er 75,4 metra að lengd og 16,5 metra að breidd.
Gjögur býr yfir nokkrum uppsjávarheimildum og fer með um 4,7% aflaheimilda í norsk-íslenskri síld, 3,7% í makríl og 4,7% í kolmunna. Í bolfiski er útgerðin með 2,57% af þorskkvótanum, 2,8% af kvóta í ýsu, 1,1% í ufsa og 2,4% í karfa, auk hlutdeilda í fleiri tegundum.
Útgerðin gerir út þrjú skip, togarana Áskel ÞH og Vörð ÞH og nótaskipið Hákon EA.