Þriðja kafarasveitin frá Noregi er mætt

Þriðja kafarasveitin frá Noregi er mætt

Norskir rekkafarar eru mættir í þriðja sinn til að leita að strokulöxum sem sluppu úr kví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst. Kafararnir, sem eru þrír mættu til landsins á mánudag og var fyrsti viðkomustaður þeirra Hvolsá og Staðarhólsá. Þar fundu þeir ekki eldislax í þessari umferð.

Þriðja kafarasveitin frá Noregi er mætt

Slysslepping í Patreksfirði 2023 | 25. október 2023

Fossinn Dynjandi er mestur fossa á Vestfjörðum og þykir náttúruperla. …
Fossinn Dynjandi er mestur fossa á Vestfjörðum og þykir náttúruperla. Norskir rekkafarar og þeirra erindi á þessum slóðum eru gríðarleg mótsögn þegar kemur að íslenskri náttúru. Ljósmynd/Fiskistofa

Norsk­ir rekkafar­ar eru mætt­ir í þriðja sinn til að leita að stroku­löx­um sem sluppu úr kví Arctic Fish í Pat­reks­firði í ág­úst. Kafar­arn­ir, sem eru þrír mættu til lands­ins á mánu­dag og var fyrsti viðkomu­staður þeirra Hvolsá og Staðar­hólsá. Þar fundu þeir ekki eld­islax í þess­ari um­ferð.

Norsk­ir rekkafar­ar eru mætt­ir í þriðja sinn til að leita að stroku­löx­um sem sluppu úr kví Arctic Fish í Pat­reks­firði í ág­úst. Kafar­arn­ir, sem eru þrír mættu til lands­ins á mánu­dag og var fyrsti viðkomu­staður þeirra Hvolsá og Staðar­hólsá. Þar fundu þeir ekki eld­islax í þess­ari um­ferð.

Annað var uppi á teng­ing­un­um í gær þegar þeir lögðust til sunds með skutla sína í Botnsá í Tálknafirði. Sam­tals skutluðu þeir og fjar­lægðu 44 eld­islaxa úr ánni. Við at­hug­un á þeim fisk­um sem náðust kom í ljós að hæng­arn­ir voru til­bún­ir til æxl­un­ar. Orðnir renn­andi eins og það er kallað. Hrygn­urn­ar áttu eitt­hvað eft­ir en ljóst er að tím­inn er orðinn ansi knapp­ur til að ná þess­um fisk­um áður en til hrygn­ing­ar kem­ur. Eft­ir hrygn­ingu er sjálf­hætt að leita þeirra því mark­miðið er að koma í veg fyr­ir að þeir fjölgi sér. All­ur fisk­ur sem kafar­arn­ir ná fer til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til grein­ing­ar og staðfest­ing­ar á upp­runa.

Guðni M. Ei­ríks­son hjá Fiski­stofu ann­ast skipu­lagn­ingu á aðgerðum og sagði hann í sam­tali við Sporðaköst, ljóst að tím­inn væri orðinn naum­ur. Guðni sagði að kafarat­eymið væri þegar búið að fara í nokkr­ar aðrar ár á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Þeir náðu fjór­um eld­islöx­um í Ósá í Pat­reks­firði. Aðrar ár sem kafar­arn­ir hafa farið í eru áin Dynj­andi, Fos­sá, Vatns­dalsá í Vatns­firði og Mjólká, þar sem þeir náðu tveim­ur stroku­löx­um. Sum­ar af þess­um ám eru mjög stutt­ar þannig að kafarat­eymið er fljótt að kanna stöðuna í þeim.

Fæst­ar af þeim ám sem hér eru tald­ar flokk­ast sem hefðbundn­ar laxveiðiár en þær eru vald­ar í sam­ráði við Haf­rann­sókna­stofn­un að sögn Guðna. Þannig nefn­ir hann að í Mjólká í fyrra­sum­ar hafi veiðst um fjöru­tíu lax­ar og ná­lægt helm­ing­ur þeirra reynd­ist vera strokulax og var upp­runi þeirra rak­inn til slysaslepp­ing­ar sem varð í Hrings­dal árið áður, eða 2021.

„Kafar­arn­ir munu svo í fram­hald­inu fara í nokkr­ar ár á Strönd­um og á föstu­dag er stefnt að því að þeir skoði aðstæður í Fnjóská. Síðasti dag­ur­inn sem þeir verða að þessu sinni fer svo í að skoða ár í Döl­un­um.“ Guðni seg­ir jafn­framt að til at­hug­un­ar sé að fá fjórða teymið því list­inn yfir ár sem óskað hef­ur verið eft­ir að fá kafara í sé lang­ur.

Þegar Guðni er spurður um kostnaðinn við þess­ar aðgerðir seg­ir hann að það liggi ekki end­an­lega fyr­ir. Hann seg­ir þó liggja fyr­ir að kostnaður­inn við þrjár heim­sókn­ir norsku kafar­anna sé í kring­um tutt­ugu millj­ón­ir króna. Það sé þó ekki end­an­leg tala og ekki ligg­ur fyr­ir kostnaður Fiski­stofu og annarra sem komið hafa að aðgerðum. „Það er í mörg horn að líta í þessu og við höf­um aldrei staðið frammi fyr­ir svona stóru verk­efni á þessu sviði."

For­vitni­legt verður að sjá hvað kem­ur út úr vinnu kafar­anna á næstu dög­um en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­sam­bandi veiðifé­laga er nú búið að ná yfir fjög­ur hundruð stroku­löx­um úr ám á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum og Norður­landi. Áætlað er að á fjórða þúsund lax­ar hafi sloppið úr kví Arctic Fish.

mbl.is