Krydduð súkkulaðiterta með hræðilegum marengsdraugum

Uppskriftir | 30. október 2023

Krydduð súkkulaðiterta með hræðilegum marengsdraugum

Hrekkjavakan hefur fest sig rækilega í sessi á Íslandi og fjölmargar fjölskyldur taka þátt með ýmsum hætti. Margir tóku forskot á sæluna um helgina en Hrekkjavakan er á morgun þriðjudag 31. október svo það er enn þá séns að vera með og útbúa trylltar kræsingar.

Krydduð súkkulaðiterta með hræðilegum marengsdraugum

Uppskriftir | 30. október 2023

Þessi kryddaða súkkulaðiterta skreytt með hræðilegum draugum steinliggur í næsta …
Þessi kryddaða súkkulaðiterta skreytt með hræðilegum draugum steinliggur í næsta Hrekkjavökuboði. Ljósmynd/Valla Gröndal

Hrekkjavakan hefur fest sig rækilega í sessi á Íslandi og fjölmargar fjölskyldur taka þátt með ýmsum hætti. Margir tóku forskot á sæluna um helgina en Hrekkjavakan er á morgun þriðjudag 31. október svo það er enn þá séns að vera með og útbúa trylltar kræsingar.

Hrekkjavakan hefur fest sig rækilega í sessi á Íslandi og fjölmargar fjölskyldur taka þátt með ýmsum hætti. Margir tóku forskot á sæluna um helgina en Hrekkjavakan er á morgun þriðjudag 31. október svo það er enn þá séns að vera með og útbúa trylltar kræsingar.

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, matarbloggari með meiru sem heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal fór alla leið í bakstrinum á dögunum og bakaði og skreytti þessa krydduð súkkulaðitertu með hræðilegum draugum.

Notaði svartan matarlit til að gera botnana extra dökka

Mig langaði að gera einhverja geggjaða köku í ár og ákvað að prófa að gera marengsdrauga úr marengsduftinu frá Dr. Oetker. Það er alveg ótrúlegt hvað það er auðvelt að gera marengs með þessu dufti, ég eiginlega á ekki orð yfir þessari snilld. Ég notaði svarta matarlitinn frá Dr. Oetker til þess að gera andlit og tók líka mjög vel. Botnarnir eru þéttir súkkulaðibotnar með góðum kryddkeim og fara sérstaklega vel með sígildu smjörkreminu. Ég setti svartan matarlit í þá til þess að gera þá extra dökka. Það er að sjálfsögðu hægt að einfalda sér aðeins lífið og sleppa súkkulaðibráðinni og því að lita kremið með tveimur litum en það gefur henni bara alveg extra skemmtilegan svip. Þessi sómir sér vel í hvaða Hrekkjavökuboði sem er,“ segir Valla og hvetur áhugasama til að prófa.

Krydduð súkkulaðikaka með marengsdraugum

Marengsdraugar

  • 1 pk. marengsblanda frá Dr. Oetker
  • 60 ml vatn
  • svartur matarlitur frá Dr. Oetker (má nota hvaða matarlit sem er)

Aðferð:

  1. Setjið marengsduftið og vatn saman í skál og þeytið í nokkrar mínútur þar til marengsinn er orðinn stífur.
  2. Setjið hann í sprautupoka með kringlóttum stút og sprautið toppa á bökunarpappírsklædda plötu.
  3. Bakið draugana í 1 klukkustundvið100°C.
  4. Takið draugana út og kælið alveg.
  5. Notið svartanmatarlittil þess að gera augu og munn. Matarliturinn er gelkenndur og þornar alveg. Geymið þar til það á að skreyta kökuna. Gott er að gera þá með góðum fyrirvara en þeir geymast mjög vel.

Svartir súkkulaðikökubotnar

  • 220 g hveiti
  • 370 g sykur
  • 90 g kakó
  • 1 ½ tsk. matarsódi
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. kanill
  • 1 tsk. pumpkin spice krydd
  • 240 ml súrmjólk
  • 120 ml jurtaolía
  • 2 egg við stofuhita
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 240 ml sterkt kaffi
  • 1 túpa svartur matarlitur frá Dr. Oetker 

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í180°C. Smyrjið tvö 18cmsmelluform og setjið til hliðar.
  2. Blandið saman þurrefnum í stóra skál.
  3. Blandið saman eggjum, súrmjólk, olíu og vanilludropum í aðra og hrærið saman. Hellið út í þurrefnin og hrærið saman með písk. Bætið kaffi ogmatarlitsaman við og hrærið þar til deigið er orðið samfellt, varist að hræra of mikið.
  4. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna, best er að nota vog í verkið.
  5. Bakið botnana í 35-40 mínútur, þeir eru tilbúnir þegar prjóni sem stungið er í þá kemur hreinn upp. Takið botnana úr ofninum og leyfið þeim að kólna í 5 mínútur áður en þeir eru teknir úr forminu og settir á grind. Kælið alveg á grindinni og setjið síðan botnana í kæli.

Smjörkrem

  • 500 g mjúkt smjör
  • 200 g mjúkt smjörlíki
  • 1 kg flórsykur
  • Appelsínugulur matarlitur frá Dr. Oetker (má nota hvaða matarlit sem er)
  • Rauður matarlitur frá Dr. Oetker (má nota hvaða matarlit sem er)
  • 2 msk. rjómi
  • 1 msk. vanilludropar
  • 1 tsk. kakó 

Aðferð:

  1. Setjið smjör og smjörlíki í hrærivélaskál og þeytið í 5-7 mínútur. Skafið reglulega niður á milli.
  2. Setjið flórsykur, vanillu og rjóma út í og þeytið í 5 mínúturað lágmarki. Takið þáum það bil 2 dl af kremi frá og litið kremið í hrærivélaskálinni appelsínugult.
  3. Litið kremið sem þið tókuð frá með appelsínugulummatarlit, og örlítið af rauðum og blandið kakóinu saman við. 

Svört súkkulaðibráð

  • 40 g 70% súkkulaði
  • 55 g svartir candy melts dropar
  • 80 ml rjómi 

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaði og svörtu dropana og setjið í hitaþolna skál.
  2. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Bíðið í 5 mínútur.
  3. Hrærið blöndunni saman og setjið í plastbrúsa. Ef þið eigið ekki brúsa sem hægt er að nota er hægt að setja súkkulaðið á með skeið.
  4. Bíðið í 10 mínúturáður en þið setjið bráðina á kökuna, hægt er að prófa þykktina með því að setja hana á brún á glasi sem snýr á hvolfi.

Skraut

  • Marengsdraugar
  • Sykuraugu frá Dr. Oetker eða önnur nammi-augu

Samsetning kökunnar

  1. Takið botnana úr kæli og kljúfið þá í tvennt.
  2. Setjið smá klessu af kremi á miðjuna á kökudisk og leggið einn hluta ofan á hana.
  3. Smyrjið kremi á hann og leggið botn yfir. Endurtakið þar til síðasti botninn er kominn efst.
  4. Smyrjið kökuna með þunnu lagi af kremi, þetta gerum við til þess að festa mylsnuna.
  5. Setjið kökuna í kæli í 30 mínútur.
  6. Setjið dekkra kremið í sprautupoka. Smyrjið kökuna að utan með appelsínugula kreminu og dreifið úr því með stórum spaða.
  7. Sléttið að ofan.
  8. Sprautið dökka kreminu í doppur neðst á kökuna og notið spaðann til þess að dreifa úr kreminu. Þegar þið eruð ánægð með verið setjið þá kökuna í kæli.
  9. Þegar kremið er orðið mjög kalt er hægt að setja súkkulaðibráðina á brúnina og dreifa úr því að ofan.
  10. Sprautið restinni af kreminu ofan á kökuna og raðið marengsdraugunum ofan á og í kring eftir smekk.
  11. Raðið sykuraugum á hliðarnar.
mbl.is