Huldukonan sem hitti Perry degi fyrir andlát hans

Friends | 2. nóvember 2023

Huldukonan sem hitti Perry degi fyrir andlát hans

Huldukonan sem sást með leikaranum Matthew Perry degi fyrir andlát hans hefur nú stigið fram og opnað sig í kjölfar þess að ljósmyndir af þeim fóru í dreifingu í fjölmiðlum. 

Huldukonan sem hitti Perry degi fyrir andlát hans

Friends | 2. nóvember 2023

Fyrirsætan Athenna Crosby segist vera ein af síðustu manneskjunum sem …
Fyrirsætan Athenna Crosby segist vera ein af síðustu manneskjunum sem hitti leikarann Matthew Perry áður en hann lést. Samsett mynd

Huldu­kon­an sem sást með leik­ar­an­um Matt­hew Perry degi fyr­ir and­lát hans hef­ur nú stigið fram og opnað sig í kjöl­far þess að ljós­mynd­ir af þeim fóru í dreif­ingu í fjöl­miðlum. 

Huldu­kon­an sem sást með leik­ar­an­um Matt­hew Perry degi fyr­ir and­lát hans hef­ur nú stigið fram og opnað sig í kjöl­far þess að ljós­mynd­ir af þeim fóru í dreif­ingu í fjöl­miðlum. 

Hin 25 ára gamla fyr­ir­sæta At­henna Cros­by steig fram á In­sta­gram á þriðju­dag og sagði að hún væri „ein af síðustu mann­eskj­un­um“ sem sá og talaði við Perry áður en hann fannst lát­inn á heim­ili sínu síðastliðinn laug­ar­dag. 

„Ég ætlaði ekki að tala um þetta ... “

„Ég ætlaði ekki að tala um þetta en það sem ég vil segja er að ég fékk þann heiður að þekkja Matt­hew per­sónu­lega. Ég er svo niður­brot­in eft­ir and­lát hans en fannst lé­legt að tala um það op­in­ber­lega þar sem at­hygl­in ætti ekki að bein­ast að mér held­ur frek­ar að hon­um og arf­leið hans. Hann var prívat mann­eskja og ég bar alltaf virðingu fyr­ir því í vináttu okk­ar,“ skrifaði Cros­by við svart­hvíta mynd af Perry sem hún birti á In­sta­gram. 

Cros­by og Perry hitt­ust í há­deg­inu degi áður en hann lést og snæddu há­deg­is­verð á Bel-Air hót­el­inu í Los Ang­eles.

„Ég vil leggja áherslu á að Matt­hew var í mjög góðu skapi og talaði við mig um það sem var framund­an hjá hon­um. Hann var svo glaður of hress,“ sagði hún um hitt­ing þeirra.

mbl.is