Rúrik mætti í hrekkjavökupartí Heidi Klum

Rúrik Gíslason | 2. nóvember 2023

Rúrik mætti í hrekkjavökupartí Heidi Klum

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var meðal gesta í stjörnum prýddu hrekkjavökupartíi ofurfyrirsætunnar Heidi Klum sem haldið var síðastliðinn þriðjudag í New York-borg.

Rúrik mætti í hrekkjavökupartí Heidi Klum

Rúrik Gíslason | 2. nóvember 2023

Rúrik Gíslason mætti í hrekkjavökupartí til Heidi Klum í New …
Rúrik Gíslason mætti í hrekkjavökupartí til Heidi Klum í New York-borg á þriðjudaginn. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son var meðal gesta í stjörn­um prýddu hrekkja­vökupar­tíi of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Heidi Klum sem haldið var síðastliðinn þriðju­dag í New York-borg.

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son var meðal gesta í stjörn­um prýddu hrekkja­vökupar­tíi of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Heidi Klum sem haldið var síðastliðinn þriðju­dag í New York-borg.

Á ári hverju held­ur hrekkja­vöku­drottn­ing­in glæsi­legt partí fyr­ir ríka og fræga fólkið sem er þekkt fyr­ir að tjalda öllu til fyr­ir viðburðinn. Sjálf fer Klum alla leið á hrekkja­vök­unni, en í ár klæddi hún sig upp sem gríðar­stór pá­fugl. 

Með heit­ustu TikT­ok-stjörn­um heims

Rúrik birti mynd­ir úr par­tí­inu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um, en hann stillti sér meðal ann­ars upp með heit­ustu TikT­ok-stjörn­um heims, þeim Tim Schaecker og Jacob Rott sem eru hluti af stráka­band­inu Elevator Boys.

Hann hitti einnig Klum og eig­in­mann henn­ar, Tom Kaulitz, sem mætti sem pá­fugla­egg. Sjálf­ur mætti Rúrik sem vampíra í par­tíið.

Tim Schaecker, Rúrik og Jacob Rott.
Tim Schaecker, Rúrik og Jacob Rott. Skjá­skot/​In­sta­gram
Rúrik hitti Heidi Klum í partíinu.
Rúrik hitti Heidi Klum í par­tí­inu. Skjá­skot/​In­sta­gram
Eiginmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz.
Eig­inmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is