Getur tálmun haft alvarleg áhrif á börn?

Getur tálmun haft alvarleg áhrif á börn?

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur hjá sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem segist hafa orðið fyrir tálmun. 

Getur tálmun haft alvarleg áhrif á börn?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur | 7. nóvember 2023

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur hjá sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem seg­ist hafa orðið fyr­ir tálm­un. 

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur hjá sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem seg­ist hafa orðið fyr­ir tálm­un. 

Komdu sæl.

Barn­s­móðir mín hef­ur nú tálmað mig í einn og hálf­an mánuð? Mig lang­ar að vita áhrif lang­tíma tálm­un­ar, þá sál­fræðilega séð. Börn­in mín eru 8 og 10 ára og ég elska þau út af líf­inu og hef mikl­ar áhyggj­ur. Ég er mjög góður faðir og þetta allt sam­an sær­ir mig svo mikið og ég er alltaf að hugsa um hvernig börn­un­um mín­um líður og hvort hún sé sál­fræðilega að snúa þeim gegn mér. Barn­s­móðir á nefni­lega langa sögu um and­legt of­beldi og lyg­ar.

Mbkv, G

Faðir leitar ráða hjá Tinnu Rut vegna tálmunar.
Faðir leit­ar ráða hjá Tinnu Rut vegna tálm­un­ar. Jed Owen/​Unsplash

Sæll.

Takk fyr­ir að hafa sam­band.

Mjög leitt að heyra hvernig staða er. Jú, það er sem svo að tálm­un get­ur haft mik­il áhrif á líðan barna. En rann­sókn­ir hafa leitt í ljós að börn sem hafa upp­lifað for­eldra­úti­lok­un á einn eða ann­an hátt eru í auk­inni hættu á að glíma við til­finn­inga­lega erfiðleika og eiga jafn­framt erfiðara með að aðlag­ast nýju um­hverfi (Johnst­on, Walters og Oles­en, 2005; Fidler og Bala, 2010). Það for­eldri sem beit­ir tálm­un ger­ir sér ekki alltaf grein fyr­ir því hvaða áhrif það gæti haft á líðan barns­ins og því er það mik­il­vægt að gripið sé inn í sem fyrst. Einnig hafa rann­sókn­ir sýnt að full­orðið fólk sem upp­lifðu for­eldra­úti­lok­un sem börn voru lík­legri til þróa með sér ýmsa and­lega kvilla og voru einnig lík­legri til að glíma við aukna áfeng­isneyslu á full­orðins­ár­um (Baker, 2005). 

Ég myndi hvetja þig til að leita til sýslu­manns, ræða stöðuna og kom­ast að því hvaða laga­lega rétt þú átt. En börn eiga rétt á að um­gang­ast báða for­eldra sína. En á vef stjórn­ar­ráðsins (Stjórn­ar­ráðið | Um­gengni og um­gengn­is­rétt­ur (stjornarra­did.is) kem­ur fram að „Þegar for­eldr­ar barns búa ekki sam­an á barnið rétt á um­gengni við það for­eldra sinna sem það býr ekki hjá. Um­gengni snýst um sam­veru og önn­ur per­sónu­leg sam­skipti barns við for­eldri. Báðum for­eldr­um er skylt að sjá til þess að barn njóti um­gengni við for­eldrið sem það býr ekki hjá“. Einnig get­ur þú leitað til barna­vernd­ar og lýst áhyggj­um þínum yfir ástand­inu. Þá er mjög mik­il­vægt að þú hug­ir vel að þinni líðan, því eins og þú lýs­ir þá hef­ur þú eðli­lega mikl­ar áhyggj­ur og upp­lif­ir van­líðan yfir ástand­inu. Væri ef til vill gott fyr­ir þig að leita til sál­fræðings, ræða þína líðan og fá viðeig­andi sál­ræn­an stuðning til þess að tak­ast á við þess­ar erfiðu aðstæður.

Gangi þér sem allra best og von­andi fer þetta allt sam­an á hinn besta veg.

Kveðja,

Tinna Rut sál­fræðing­ur

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR. 

mbl.is