„Heimurinn hreinlega hrundi við þessar fregnir“

Einstakar fjölskyldur | 7. nóvember 2023

„Heimurinn hreinlega hrundi við þessar fregnir“

„Heimurinn hreinlega hrundi við þessar fregnir,“ segir Gréta Rut Bjarnadóttir, en henni var tilkynnt á 29. viku meðgöngu með fyrsta barn hennar, að það væri látið í móðurkviði. Hún fæddi andvana dreng einum degi eftir tíðindin með sambýlismann sinn, Ragnar Braga Sveinsson, sér við hlið. Sonur parsins hlaut nafnið Hinrik Leó. 

„Heimurinn hreinlega hrundi við þessar fregnir“

Einstakar fjölskyldur | 7. nóvember 2023

Gréta Rut Bjarnadóttir og Ragnar Bragi Sveinsson misstu frumburð sinn …
Gréta Rut Bjarnadóttir og Ragnar Bragi Sveinsson misstu frumburð sinn árið 2018. Samsett mynd

„Heim­ur­inn hrein­lega hrundi við þess­ar fregn­ir,“ seg­ir Gréta Rut Bjarna­dótt­ir, en henni var til­kynnt á 29. viku meðgöngu með fyrsta barn henn­ar, að það væri látið í móðurkviði. Hún fæddi and­vana dreng ein­um degi eft­ir tíðind­in með sam­býl­is­mann sinn, Ragn­ar Braga Sveins­son, sér við hlið. Son­ur pars­ins hlaut nafnið Hinrik Leó. 

„Heim­ur­inn hrein­lega hrundi við þess­ar fregn­ir,“ seg­ir Gréta Rut Bjarna­dótt­ir, en henni var til­kynnt á 29. viku meðgöngu með fyrsta barn henn­ar, að það væri látið í móðurkviði. Hún fæddi and­vana dreng ein­um degi eft­ir tíðind­in með sam­býl­is­mann sinn, Ragn­ar Braga Sveins­son, sér við hlið. Son­ur pars­ins hlaut nafnið Hinrik Leó. 

Í kjöl­far miss­is­ins kynnt­ust þau styrkt­ar­fé­lag­inu Gleym mér ei, en það styður við for­eldra og fjöl­skyld­ur sem missa barn á meðgöngu og í eða eft­ir fæðingu. Aðspurð seg­ir hún að styrkt­ar­fé­lagið hafi hjálpað þeim í gegn­um þenn­an erfiða tíma og kennt þeim að varðveita minn­ingu son­ar þeirra. Gréta Rut hef­ur starfað reglu­lega með og fyr­ir Gleym mér ei síðastliðin ár og ætl­ar nú ásamt fleir­um að spila skot­bolta á íþrótta­móti laug­ar­dag­inn 11. nóv­em­ber og mun all­ur ágóði renna til styrkt­ar­fé­lags­ins. 

„Það fannst eng­inn hjart­slátt­ur“

„Við kynnt­umst sam­tök­un­um 25. októ­ber 2018. Á þeim tíma átt­um við von á okk­ar fyrsta barni, full til­hlökk­un­ar og til­bú­in að tak­ast á við for­eldra­hlut­verkið. Meðgang­an hafði gengið vel fram að 20 vikna són­ar en þá kom í ljós að Hinrik Leó var ekki að stækka og mæld­ist hann þrem­ur vik­um á eft­ir í stærð,“ seg­ir Gréta Rut, en á 20. viku meðgöngu tóku við mikl­ir óvissu­tím­ar og marg­ar ferðir á kvenna­deild Land­spít­al­ans.

Parið gat ekki beðið eftir að verða foreldrar.
Parið gat ekki beðið eft­ir að verða for­eldr­ar. Ljós­mynd/​Gréta Rut Bjarna­dótt­ir

„24. októ­ber fór ég í són­ar­skoðun, sem reynd­ist sú síðasta á þess­ari meðgöngu, en við skoðun­ina fannst eng­inn hjart­slátt­ur hjá barn­inu. Ég var send heim þar sem ég beið frek­ari upp­lýs­inga frá fæðing­ar­deild,“ seg­ir hún. „Ég mætti dag­inn eft­ir og fæddi and­vana son okk­ar í hálf­gerðu móki.“

Ómet­an­leg­ur stuðning­ur Gleym mér ei

Það var ljós­móðir sem fylgdi Grétu Rut og Ragn­ari Braga í gegn­um fæðing­ar­dag­inn og af­henti þeim Gleym mér ei minn­ing­ar­kass­ann fyr­ir sjálfa fæðing­una, en þeir sem upp­lifa slík­an missi fá dýr­mæta gjöf frá fé­lag­inu sem Gréta Rut seg­ir ómet­an­leg­an stuðning.

„Sjálf pældi ég ekk­ert í því hvernig ég gæti varðveitt minn­ing­una um dána barnið mitt. Minn­ing­ar­kass­inn gaf okk­ur Ragn­ari Braga ótal hug­mynd­ir og fal­lega sam­veru­stund fyr­ir fæðing­una,“ seg­ir hún. Í minn­ing­ar­kass­an­um frá Gleym mér ei má finna arm­bönd, box und­ir hár­lokk, bók, kerta­stjaka, bangsa og fleira fal­legt.

Hinrik Leó kom í heim­inn klukk­an 14.50 hinn 25. októ­ber 2018. „Við feng­um 24 klukku­stund­ir með syni okk­ar þökk sé Gleym mér ei,“ seg­ir Gréta Rut, en styrkt­ar­fé­lagið færði kvenna- og barna­sviði Land­spít­al­ans kæli­vöggu með til­heyr­andi búnaði sem veit­ir for­eldr­um lengri tíma með barn­inu sínu. 

Gréta Rut er óendanlega þakklát starfi Gleym mér ei.
Gréta Rut er óend­an­lega þakk­lát starfi Gleym mér ei. Ljós­mynd/​Gréta Rut Bjarna­dótt­ir

Fjár­öfl­un mik­il­væg

Aðspurð seg­ir Gréta Rut mik­il­vægt að styrkja starf­semi fé­lags­ins til að halda þess­ari mik­il­vægu vinnu gang­andi, en í gegn­um árin hef­ur Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka reynst mik­il­væg­ur þátt­ur í fjár­öfl­un Gleym mér ei.

„Ég hef alltaf hlaupið í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu og mun aldrei hætta því, en nú ætl­um við að prófa eitt­hvað nýtt. Við erum nokk­ur skot- og brenni­boltalið sem stönd­um fyr­ir styrkt­ar­móti á laug­ar­dag, en mótið verður haldið í Norðlinga­skóla og ég lofa mik­illi hreyf­ingu og fjöri.“

Gréta Rut og Ragnar Bragi hlaupa í minningu sonar síns …
Gréta Rut og Ragn­ar Bragi hlaupa í minn­ingu son­ar síns á hverju ári. Ljós­mynd/​Gréta Rut Bjarna­dótt­ir
mbl.is