Patrik kominn með einkanúmer á Porsche-inn

Frægir á ferð | 7. nóvember 2023

Patrik kominn með einkanúmer á Porsche-inn

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, er kominn með einkanúmer á trylltan sportjeppa sinn af tegundinni Porsche Cayenne. 

Patrik kominn með einkanúmer á Porsche-inn

Frægir á ferð | 7. nóvember 2023

Afmælisgjöfin virðist hafa hitt beint í mark!
Afmælisgjöfin virðist hafa hitt beint í mark! Skjáskot/Instagram

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, er kom­inn með einka­núm­er á tryllt­an sportjeppa sinn af teg­und­inni Porsche Cayenne. 

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, er kom­inn með einka­núm­er á tryllt­an sportjeppa sinn af teg­und­inni Porsche Cayenne. 

Í síðustu viku fagnaði Pat­rik 29 ára af­mæli sínu. Í til­efni þess kom út­varps­maður­inn Ágúst Bein­teinn Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Gústi B, Pat­rik á óvart og gaf hon­um einka­núm­erið „PBT“ sem stend­ur fyr­ir Pretty­boitjok­ko, á bíl­inn hans.

Porsche-glæsikerr­ur í upp­á­haldi

Í sum­ar frum­sýndi Pat­rik sportjepp­ann á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um en þá var grunn­verð á slík­um bíl rúm­lega 16,4 millj­ón­ir króna hér á landi.

Pat­rik virðist vera sér­lega hrif­inn af glæsikerr­um frá Porsche, en hann keyrði áður um á ljós­blá­um sport­bíl af teg­und­inni Porsche Taycan. 

mbl.is