Þrír glæsikjólar á fimm dögum

Fatastíllinn | 10. nóvember 2023

Þrír glæsikjólar á fimm dögum

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er dugleg við að láta sjá sig á opinberum viðburðum fræga fólksins. Hún er ávallt glæsileg til fara, en fatahönnuðir keppast um að klæða hana fyrir stjörnum prýdda viðburði Hollywood enda vekur hún alltaf mikla athygli á hinum svokallaða rauða dregli.

Þrír glæsikjólar á fimm dögum

Fatastíllinn | 10. nóvember 2023

Kardashian klikkar seint!
Kardashian klikkar seint! Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an er dug­leg við að láta sjá sig á op­in­ber­um viðburðum fræga fólks­ins. Hún er ávallt glæsi­leg til fara, en fata­hönnuðir kepp­ast um að klæða hana fyr­ir stjörn­um prýdda viðburði Hollywood enda vek­ur hún alltaf mikla at­hygli á hinum svo­kallaða rauða dregli.

Raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an er dug­leg við að láta sjá sig á op­in­ber­um viðburðum fræga fólks­ins. Hún er ávallt glæsi­leg til fara, en fata­hönnuðir kepp­ast um að klæða hana fyr­ir stjörn­um prýdda viðburði Hollywood enda vek­ur hún alltaf mikla at­hygli á hinum svo­kallaða rauða dregli.

Á síðustu dög­um hef­ur næ­stelsta Kar­dashi­an-syst­ir­in mætt á þrjá stóra viðburði, bæði í Los Ang­eles og New York, og tjaldað hverj­um glæsikjóln­um á fæt­ur öðrum.

Á laug­ar­dags­kvöld var hún viðstödd LACMA Art + Film Gala viðburðinn í Los Ang­eles. Kar­dashi­an vakti mikla at­hygli fyr­ir kjól­inn sinn frá Balenciaga Cout­ure, enda gull­fal­leg­ur og í anda Mari­lyn Mon­roe. Aðeins rúm­um sól­ar­hring síðar var hún mætt til New York þar sem hún gekk hvíta dreg­il­inn á CFDA-verðlauna­hátíðinni. Kar­dashi­an mætti í glæsi­leg­um Chrome Hearts síðkjól með kúllukraga.

Raun­veru­leika­stjarn­an lét sig sömu­leiðis ekki vanta við opn­un nýju Sw­arovski-versl­un­ar­inn­ar á Fifth Avenue á þriðju­dag. Hún klæddi sig í Sw­arovski-krist­alla í til­efni dags­ins, en aust­ur­ríska krist­als­fyr­ir­tækið til­kynnti á dög­un­um um sam­starf Sw­arovski við SKIMS, sem var stofnað af Kar­dashi­an árið 2019.

AFP
DIA DIPA­SUPIL



mbl.is