TF-SIF kölluð heim ef þörf krefur

TF-SIF | 13. nóvember 2023

TF-SIF kölluð heim ef þörf krefur

Ekki hefur verið talin þörf á því að nota flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, vegna jarðhræringanna í nágrenni Grindavíkur.  

TF-SIF kölluð heim ef þörf krefur

TF-SIF | 13. nóvember 2023

TF-SIF á flugi.
TF-SIF á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki hef­ur verið tal­in þörf á því að nota flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, vegna jarðhrær­ing­anna í ná­grenni Grinda­vík­ur.  

Ekki hef­ur verið tal­in þörf á því að nota flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, vegna jarðhrær­ing­anna í ná­grenni Grinda­vík­ur.  

Flug­vél­in er í verk­efni fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofn­un Evr­ópu, í Miðjarðar­hafi og er hún núna stödd í Cat­ania á Ítal­íu, að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Gæsl­unn­ar.

„En ef aðstæður breyt­ast og vís­inda­menn og al­manna­varn­ir meta stöðuna svo að vél­ina þurfi þá verður hún kölluð heim,” seg­ir Ásgeir.

Nýst vel á há­lend­inu

Hann nefn­ir að vél­in hafi nýst afar vel hér­lend­is í at­b­urðum sem hafa til dæm­is orðið uppi á jökli eða há­lendi. Staðsetn­ing­in núna hafi ekki kallað á að senda þurfi eft­ir henni. 

„Vís­inda­menn vita ná­kvæm­lega hvað vél­in get­ur og við erum þá til­bú­in ef þeirra mat yrði svo að það þyrfti vél­ina,” bæt­ir hann við og seg­ir samn­ing Gæsl­unn­ar við Frontex þannig að hægt sé að kalla hana heim með litl­um sem eng­um fyr­ir­vara þegar nátt­úru­ham­far­ir verða á Íslandi. 

Varðskipið Freyja á Skjálfandaflóa.
Varðskipið Freyja á Skjálf­anda­flóa. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Freyja leys­ir Þór af hólmi annað kvöld

Spurður út í varðskipið Þór, sem er í viðbragðsstöðu fyr­ir utan Grinda­vík, seg­ir hann að varðskipið Freyja muni leysa það af hólmi annað kvöld.

Venju­lega er eitt skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar á sjó í hvert sinn en núna eru þau tvö vegna stöðunn­ar sem er uppi.

Alls eru 18 manns um borð í Þór. Spurður út í birgðastöðuna seg­ir hann að farið verði út í skip í há­deg­inu með auka­kost, auk þess sem ein­hver vakta­skipti verði.

mbl.is