Múlaberg SI er komið til hafnar í Gent í Belgíu þar sem það verður tekið í brotajárn. Þetta staðfestir Ísfélagið.
Múlaberg SI er komið til hafnar í Gent í Belgíu þar sem það verður tekið í brotajárn. Þetta staðfestir Ísfélagið.
Múlaberg SI er komið til hafnar í Gent í Belgíu þar sem það verður tekið í brotajárn. Þetta staðfestir Ísfélagið.
Bilun kom upp í skipinu fyrir ekki svo löngu og var hún þess eðlis að ekki þótti svara kostnaði að gera við skipið. Áhöfn Múlabergs var því sagt upp.
Skipið á sér hálfrar aldar útgerðarsögu við Íslandsstrendur og var fyrst gert út með nafninu Ólafur Bekkur. Það var um langt skeið í eigu Ramma hf. sem sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja hf. í Ísfélag hf. fyrr á árinu.
Skipið var smíðað í Japan árið 1973 og er eitt af tíu samskonar skipa sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í asíuríkinu. Aðeins Ljósafell SU sem Loðnuvinnslan hf. gerir út frá Fáskrúðsfirði er eftir af Japanstogurunum í íslenska flotanum.