Keflavíkurflugvöllur ætlar að fagna degi íslenskunnar með því að hleypa af stað átakinu Höldum íslenskunni á lofti, en markmiðið er að íslenskan verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins.
Keflavíkurflugvöllur ætlar að fagna degi íslenskunnar með því að hleypa af stað átakinu Höldum íslenskunni á lofti, en markmiðið er að íslenskan verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins.
Keflavíkurflugvöllur ætlar að fagna degi íslenskunnar með því að hleypa af stað átakinu Höldum íslenskunni á lofti, en markmiðið er að íslenskan verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins.
Þá hefur stjórn Isavia hefur ákveðið að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum á flugvellinum fyrir árslok 2024.
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Isavia í dag í tilefni af degi íslenskunnar í dag.
Þetta er ítrekun á sama verkefni og stjórn félagsins ákvað að ráðast í fyrir rúmlega ári síðan, eftir að mbl.is fjallaði í fjölda frétta um að íslenskunni væri gert lægra undir höfði en enskunni á flugvellinum.
Gagnrýndi meðal annars Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands, og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens stefnu Isavia í málefnum íslenskrar tungu.
Hefur það tíðkast að merkingar á upplýsingaskiltum í flugstöðinni séu á ensku fyrst, en svo fylgja yfirleitt merkingar á íslensku, en þó ekki alltaf.
Í kjölfarið sagði Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia, að það skipti félagið miklu máli að farþegar upplifi flugstöðina sem íslenska. Stjórn Isavia samþykkti einnig bókun á fundi sínum á þessum tíma að íslenskan verði framvegis í forgrunni tungumála við endurnýjun merkingakerfis í flugstöðinni.
Sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, við það tækifæri að ákvörðunin væri löngu tímabær.
Í dag, á degi íslenskrar tungu, rúmu ári eftir að bókunin var samþykkt af stjórn Isavia ítrekar stjórnin því þennan vilja sinn, auk þess sem tímarammi er settur fyrir verkefnið.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í svari til mbl.is að um sé að ræða umfangsmikla breytingu sem taki talsverðan tíma og síðustu mánuðir hafi verið notaðir í undirbúning.
„Það er flókið ferli að skipta út öllu leiðbeiningaskiltakerfinu á alþjóðaflugvelli eins og Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða kerfi en ekki bara stök skilti, kerfi sem leiðbeinir farþegum á skilvirkan og öruggan hátt um flugvöllinn. Undirbúningur síðustu missera hefur meðal annars falist í því hvernig best væri að tengja útskiptin við aðrar framkvæmdir á flugvellinum og samráði við notendur flugvallarins. Á sama tíma hefur Isavia með margvíslegum hætti gert íslenskum sérkennum hátt undir höfði og eru útskiptin á leiðbeiningaskiltunum einungis hluti af þeirri vegferð,“ segir Guðjón.