Kimmel snýr aftur sem kynnir

Poppkúltúr | 16. nóvember 2023

Kimmel snýr aftur sem kynnir

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snýr aftur sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnendum Óskarsakademíunnar. 

Kimmel snýr aftur sem kynnir

Poppkúltúr | 16. nóvember 2023

Jimmy Kimmel snýr aftur á svið Dolby-hallarinnar.
Jimmy Kimmel snýr aftur á svið Dolby-hallarinnar. AFP

Spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel snýr aft­ur sem kynn­ir Óskar­sverðlaun­anna á næsta ári. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­end­um Óskar­saka­demí­unn­ar. 

Spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel snýr aft­ur sem kynn­ir Óskar­sverðlaun­anna á næsta ári. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­end­um Óskar­saka­demí­unn­ar. 

„Við erum him­in­lif­andi með að Jimmy ætli að snúa aft­ur sem kynn­ir Óskar­sverðlaun­anna og einnig að eig­in­kona hans, Molly Kimmel, komi aft­ur sem aðal­fram­leiðandi hátíðar­inn­ar,“ sögðu þau Bill Kra­mer, for­stjóri aka­demí­unn­ar og Janet Yang, for­seti aka­demí­unn­ar. „Við erum inni­lega þakk­lát Jimmy, Molly og þeirra öfl­uga sam­starfs­hópi fyr­ir að fara í þetta helj­ar­inn­ar ferðalag með okk­ur eina ferðina enn. 

Þetta verður í fjórða sinn sem Kimmel stíg­ur á svið í Dol­by-höll­inni sem kynn­ir, en grín­ist­inn steig fyrst á svið árið 2017 þegar helj­ar­inn­ar mis­tök­ urðu við af­hend­ingu verðlaun­anna fyr­ir bestu kvik­mynd­ina. Mynd­in La La Land var til­kynnt sem sig­ur­veg­ari í stað Moon­lig­ht. Kimmel sneri þó aft­ur 2018 og 2023. 

mbl.is