Vatnslögnin stórskemmd

Vatnslögnin stórskemmd

„Það eina sem ég get sagt er að hún virðist vera stórskemmd en það er vatnsflæði til Eyja og í þessum töluðu orðum eru kafarar að kafa niður að þessu til að meta skemmdir,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is, inntur eftir ástandinu á vatnslögninni til Eyja.

Vatnslögnin stórskemmd

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 19. nóvember 2023

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum á föstdagskvöld losnaði akkeri …
Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum á föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Það eina sem ég get sagt er að hún virðist vera stórskemmd en það er vatnsflæði til Eyja og í þessum töluðu orðum eru kafarar að kafa niður að þessu til að meta skemmdir,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is, inntur eftir ástandinu á vatnslögninni til Eyja.

„Það eina sem ég get sagt er að hún virðist vera stórskemmd en það er vatnsflæði til Eyja og í þessum töluðu orðum eru kafarar að kafa niður að þessu til að meta skemmdir,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is, inntur eftir ástandinu á vatnslögninni til Eyja.

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum á föstudagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja. Akkeri og akkerisfestar voru skornar frá skipinu og eru enn í innsiglingunni.

Líkt og sjá má er kápan utan af leiðslunni stórskemmd.
Líkt og sjá má er kápan utan af leiðslunni stórskemmd. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Kafarar kanna umfang skemmdanna í dag

Kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar að strax í gær hafi verið óskað eftir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður hins vegar óhagstæðar vegna veðurs. Segir þar einnig að tjón sé staðfest en umfang þess ekki.

Tekur Ívar undir það og segir að því miður sé ekki vitað um umfang skemmdanna að svo stöddu. 

„Við vitum ekki hvað þetta er á stórum kafla en við vitum að hún er stórskemmd vegna þess að kápan utan af leiðslunni var uppi í fjöru. Hún er ekki farin í sundur en við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Það er bara ein leiðsla milli lands og Eyja,“ segir Ívar.

mbl.is