Árin frá 65 til 74 koma aldrei aftur

Á besta aldri | 21. nóvember 2023

Árin frá 65 til 74 koma aldrei aftur

Guðmundur Ragnarsson er 66 ára vélfræðingur og hætti að vinna fyrir rúmum mánuði. Síðastliðin fimm ár hafði hann hugsað mikið um starfslok og þegar eiginkona hans veiktist ákváðu hjónin að endurmeta gildin í lífinu og Guðmundur hætti fyrr að vinna.

Árin frá 65 til 74 koma aldrei aftur

Á besta aldri | 21. nóvember 2023

Guðmundur Ragnarsson þekkir lífeyrismálin út og inn og miðlar nú …
Guðmundur Ragnarsson þekkir lífeyrismálin út og inn og miðlar nú þekkingu sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmund­ur Ragn­ars­son er 66 ára vél­fræðing­ur og hætti að vinna fyr­ir rúm­um mánuði. Síðastliðin fimm ár hafði hann hugsað mikið um starfs­lok og þegar eig­in­kona hans veikt­ist ákváðu hjón­in að end­ur­meta gild­in í líf­inu og Guðmund­ur hætti fyrr að vinna.

Guðmund­ur Ragn­ars­son er 66 ára vél­fræðing­ur og hætti að vinna fyr­ir rúm­um mánuði. Síðastliðin fimm ár hafði hann hugsað mikið um starfs­lok og þegar eig­in­kona hans veikt­ist ákváðu hjón­in að end­ur­meta gild­in í líf­inu og Guðmund­ur hætti fyrr að vinna.

Guðmund­ur vann ekki bara heima­vinn­una sína mjög vel áður en hann hætti að vinna held­ur var hann vara­formaður Vél­stjóra­fé­lags Íslands og síðar formaður Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna. Hann sat einnig í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins Gild­is. Hann hef­ur því ákveðið að bjóða upp á fyr­ir­lestra og ráðgjöf um und­ur­bún­ing fyr­ir starfs­lok. 

„Ég tel mig geta miðlað af reynslu minni í þeim und­ir­bún­ingi og upp­lif­un sem fylg­ir því að taka ákvörðun­ina um að hætta að vinna og fara að gera það sem okk­ur lang­ar að gera á okk­ar for­send­um. Þetta eru heil­mikl­ar pæl­ing­ar og vanga­velt­ur. En með því að und­ir­búa þetta vel þá get­um við kom­ist eins ná­lægt því og hægt er að eiga áhyggju­laust ævikvöld og nota þessi ár vel. Það er mik­il áskor­un að fara inn í eft­ir­launa­ár­in og hætta á vinnu­markaði, það má ekki gera lítið úr því. Það verða bæði fjár­hags­leg­ar og fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar sem marg­ir hræðast.“

Guðmundur segir skipta máli að nýta árin á milli 65 …
Guðmund­ur seg­ir skipta máli að nýta árin á milli 65 til 74 ára vel. Hér er hann með Sigrúnu eig­in­konu sinni.

Ekki gott að hugsa um líf­eyr­is­mál eins og á vertíð

Hvenær þarf að byrja að huga að eft­ir­launa­aldr­in­um?

„Það er mín skoðun að við eig­um að byrja að skoða og und­ir­búa þessi mál um 55 ára ald­ur­inn og í síðasta lagi um sex­tugt. Auðvitað eig­um við að vera meðvituð um hvert við stefn­um með fram­færslu okk­ar á eft­ir­launa­ár­un­um all­an tím­ann sem við erum á vinnu­markaði. Það er at­hygl­is­vert að við eig­um litla sem enga eft­ir­launa­menn­ingu eins og við þekkj­um á Norður­lönd­un­um eða í Norður-Evr­ópu. Við erum alltaf í sömu vertíðarstemn­ing­unni í þessu eins og í svo mörg­um öðru. Vökn­um allt í einu upp 67 ára og „já góðan dag­inn,“ ég er að fara á eft­ir­laun og þá er farið að skoða stöðuna, rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðum hjá Trygg­inga­stofn­un og fleira. Síðan kem­ur spurn­ing­in hvað á ég þá að fara að gera? Þá er oft auðveld­ast að halda bara áfram að vinna. Þess vegna verðum við að vera und­ir­bú­in og geta tekið ákvörðun hvað við vilj­um og ætl­um að gera.“

Hvaða áskor­an­ir fel­ast í því að hætta vinna?

„Þetta er rosa­lega stór spurn­ing og er ein­mitt ástæða þess að mig lang­ar að fara í ráðgjöf­ina og hjálpa fólki í þess­um mál­um og ýta við því að fara tím­an­lega í að und­ir­búa þessi ár.
Ég hef lýst þessu þannig að með því að fara tím­an­lega í að fara yfir stöðu okk­ar þá séum við að búa til hand­rit. Hverj­ar verði ráðstöf­un­ar­tekj­ur okk­ar úr líf­eyr­is­sjóðum, Trygg­inga­stofn­un, sér­eign­ar­sparnaði og fleira. Hver er kostnaður okk­ar að fram­fleyta okk­ur í dag? Eru skuld­ir, hver er upp­safnaður sparnaður, get­um við minnkað við okk­ur eign­ir og notað þann sparnað í okk­ur,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á ótal sviðsmynd­ir sem koma upp þegar horft er til aðstöðu fólks.

Guðmundur og eiginkona hans Sigrún Harpa Guðnadóttir stefna á að …
Guðmund­ur og eig­in­kona hans Sigrún Harpa Guðna­dótt­ir stefna á að verja meiri tíma er­lend­is.

Núna hafa það marg­ir gott við starfs­lok

Oft er talað um að elli­líf­eyr­isþegar hafi það slæmt. Guðmund­ur bend­ir hins veg­ar á að sú kyn­slóð sem er núna að koma á líf­eyris­ald­ur sé fyrsta kyn­slóðin sem er búin að greiða í full­verðtryggða líf­eyr­is­sjóði all­an sinn tíma á vinnu­markaði. Marg­ir hafa mögu­leika á því að hafa það mjög gott þó það sé ekki al­gilt en þar kem­ur Trygg­inga­stofn­un inn.

„Ljótu sög­urn­ar eru af ein­stak­ling­um sem fóru á líf­eyri fyr­ir 15 til 30 árum og áttu lít­inn sem eng­an líf­eyri því allt sem þau höfðu greitt í líf­eyr­is­sjóð frá 1968 þegar þeir voru stofnaðir þar til 1979 þegar verðtrygg­ing­in kom á hafði brunnið upp í verðbólgu. Einn góður maður orðaði það svo að inn­eign hans eft­ir öll þessi ár hefði verið fyr­ir einu lamba­læri. Þetta verðum við að standa vörð um að end­ur­taki sig ekki. Þannig að þess­ar kyn­slóðir og kon­ur sem ekki voru á vinnu­markaði hafa haft það mjög slæmt síðustu ára­tugi og sum­ir af þess­um ein­stak­ling­um búa enn við sára fá­tækt sem er sorg­legt í okk­ar ríka sam­fé­lagi, að ein­stak­ling­ar þurfi að búa við kröpp kjör síðustu ár ævi sinn­ar.“

Hvenær finnst þér að fólk eigi að hætta að vinna?

„Eins og ég sagði áðan verður hver og einn að ger­ast leik­stjóri í sínu hand­riti og ekki hægt að al­hæfa um það hvernig á að gera hlut­ina, það verður aldrei til formúla fyr­ir þessa veg­ferð. Sum­ir geta farið á eft­ir­laun og haft það gott. Aðrir hafa lent í áföll­um eða veik­ind­um og staða fólks er jafn mis­jöfn eins og við erum mörg. Hver og einn verður að fara yfir sín mál og taka ákvörðun um það. Hins veg­ar er 65 til 67 ára ald­ur­inn flott viðmið í dag, en ef meðallíf­ald­ur okk­ar held­ur áfram að hækka og heilsa okk­ar er góð þá þarf að hækka viðmiðið. Hins veg­ar eru viðmiðin fljót að breyt­ast út frá því hvort það er vönt­un á fólki á vinnu­markaði eða mikið at­vinnu­leysi, það má ekki gleyma því.“

Margt fólk hef­ur sparað alla æv­ina, á fast­eign og get­ur jafn­vel leyft sér að eyða pen­ing­um. Finnst þér á fólki að því finn­ist erfitt að eyða pen­ing­um sem það hef­ur jafn­vel reynt að spara alla ævi?

„Þetta er hlut­ur sem mín kyn­slóð og við sem erum að fara á eft­ir­laun erum kannski ekki al­veg að sjá fyr­ir okk­ur að taka upp­safnaðan sparnað og eyða hon­um á frek­ar stutt­um tíma í okk­ur sjálf. Kyn­slóðirn­ar sem nú eru að yf­ir­gefa okk­ur eru að skilja eft­ir eign­ir og fjár­muni sem eru að koma sem arf­ur til fólks svo það eru marg­ir sem hafa úr tals­verðu að spila til að eyða í sjálfa sig. Það þarf ákveðið átak hjá sum­um og hug­ar­fars­breyt­ingu til að gera það.

Ég legg áherslu á að við séum meðvituð um að árin frá 65 ára til 74 koma aldrei aft­ur og þó meðal­ald­ur Íslend­inga sé að hækka þá eru ekki mörg hjón, þar sem báðir aðilar eru að fara á Úlfars­fellið ann­an hvern dag eft­ir 74 ára ald­ur. Síðan er það kjark­ur­inn sem fer að minnka þannig að þegar ald­ur­inn fær­ist yfir er ekki sami kraft­ur og áður til að fara til dæm­is í ferðalög. Við verðum því að nota þessi ár vel.“

Geta skap­ast ein­hver leiðindi vegna pen­inga á þriðja ævi­skeiðinu?

„Fjöl­skyldu- og erfðamál­in eru eitt af því sem þarf að ganga frá og vera með á hreinu til að kom­ast eins ná­lægt því og hægt er að eiga áhyggju­laust ævikvöld og vera sátt­ur við sjálf­an sig. Við þurf­um að huga að rétt­ind­um eft­ir­lif­andi maka og gera það sem þarf til að tryggja þau og vera ekki að bíða með það. Ef það er eitt­hvað sem við vilj­um ráðstafa af eign­um okk­ar þá þurf­um við að gera það með erfðaskrá eða kaup­mála. Yfir þessi mál fer ég mjög vel í fyr­ir­lestr­in­um. Þetta eru miklu erfiðari mál en pen­inga­mál­in sem snúa að fram­færsl­unni og fólk á að gefa sér góðan tíma í þau. Það geta verið mikl­ar og flókn­ar til­finn­ing­ar og því verður fólk að vanda sig.“

Tím­inn líður of hratt

Hvað finnst þér fólk helst vera að eyða í þegar það hætt­ir að vinna?

„Al­mennt er fólk ekki mikið að upp­lýsa um stöðu sína en svo kem­ur það í ljós hvaða sparnað það hef­ur til að gera það sem það lang­ar til að gera. Kaup­ir sér sum­ar­bú­stað, fast­eign er­lend­is eða fer í ferðalög, allt eft­ir getu og löng­un hvers og eins. Eins og ég sagði eru eng­in tvö til­felli eins og minn boðskap­ur hef­ur verið að við eig­um að nota þessi ár 67 til 74 eins vel og við get­um. Því er enn og aft­ur mik­il­vægt að fara yfir stöðuna tím­an­lega og gera plön út frá raun­veru­legri stöðu. Þetta er ekki keppni um hver er rík­ast­ur held­ur að við ger­um það sem við get­um út frá okk­ar for­send­um.

Það er áskor­un og verk­efni að eyða upp­söfnuðum sparnaði í sjálf­an sig ef hann er til og hver og einn verður að velja sína leið í því. Ekki tök­um við þetta með okk­ur þegar við yf­ir­gef­um þetta jarðlíf.“

Hvað lang­ar þig að gera við ævi­sparnaðinn þinn?

„Sem bet­ur fer erum við hjón­in með ásætt­an­leg­an líf­eyri úr líf­eyr­is­sjóðunum okk­ar, sem gef­ur meira en við þurf­um til að lifa á eins og við lif­um í dag. Við ætl­um að ferðast eins og við get­um. Við höf­um verið að fara í skíða- og golf­ferðir auk annarra ferðalag er­lend­is og inn­an­lands sem við mun­um halda áfram að fara í. Við eig­um sum­ar­bú­stað sem okk­ur hef­ur alltaf fund­ist við vera alltof lítið í. Síðan höf­um við verið að skoða þau auknu lífs­gæði sem tíma­bund­in dvöl í heit­ara lofts­lagi gef­ur okk­ur yfir vet­ur­inn. Hvort sem það væri að kaupa fast­eign eða með lang­tíma­leigu. Það þýðir ekki að loka aug­un­um fyr­ir því að veðrátt­an hér á landi get­ur hamlað úti­veru og hreyf­ingu hjá eldra fólki sem er grund­völl­ur þess að halda bæði í and­legu og lík­am­legu heils­una eins lengi og hægt er.

Við erum kom­in með hand­ritið að okk­ar stöðu þannig að nú er komið að því hjá okk­ur að fara að taka ákv­arðanir og leik­stýra þeim árum sem fram und­an eru eins og heils­an leyf­ir. Okk­ur finnst tím­inn líða alltof hratt á þessu ævi­skeiði sem við erum á núna,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hjónin settu sig í fyrsta sæti.
Hjón­in settu sig í fyrsta sæti.
mbl.is