123 milljónir í þóknun lögmanna

Stunguárás á Bankastræti Club | 22. nóvember 2023

123 milljónir í þóknun lögmanna

Heildarþóknun lögmanna í Bankastræti Club málinu hleypur nærri 123 milljónum króna samkvæmt útreikningi Héraðsdóms Reykjavíkur. Er því meðalmálskostnaður á hvern einstakling nærri 4,9 milljónum króna.

123 milljónir í þóknun lögmanna

Stunguárás á Bankastræti Club | 22. nóvember 2023

Sakborningar bera háan sakarkostnað.
Sakborningar bera háan sakarkostnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heild­arþókn­un lög­manna í Banka­stræti Club mál­inu hleyp­ur nærri 123 millj­ón­um króna sam­kvæmt út­reikn­ingi Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Er því meðal­máls­kostnaður á hvern ein­stak­ling nærri 4,9 millj­ón­um króna.

Heild­arþókn­un lög­manna í Banka­stræti Club mál­inu hleyp­ur nærri 123 millj­ón­um króna sam­kvæmt út­reikn­ingi Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Er því meðal­máls­kostnaður á hvern ein­stak­ling nærri 4,9 millj­ón­um króna.

All­ir sem ákærðir voru í mál­inu voru sak­felld­ir og sitja þeir því uppi með sak­ar­kostnaðinn en 25 sak­born­ing­ar voru í mál­inu. Rík­is­sjóður greiðir lög­mönn­um laun en rík­is­sjóður á aft­ur kröfu á sak­born­inga í mál­inu.

Hæst­an sak­ar­kostnað ber Al­ex­and­er Máni Björns­son sem fékk 6 ára dóm. Er hon­um gert að greiða Ómari R. Valdi­mars­syni lög­manni sín­um rúm­ar 7,8 millj­ón­ir króna vegna máls­ins.

Máls­kostnaður hinna 24 sak­born­ing­anna er frá 4,1 millj­ón króna til 5,9 millj­óna króna.

Lög­mönn­um var gert að gera sund­urliðað yf­ir­lit yfir tíma­fjölda og var dóms­ins að meta tíma­fjölda hvers lög­manns.

Bankastrætismálið var flutt í Gullhömrum og stóð yfir í sjö …
Banka­stræt­is­málið var flutt í Gull­hömr­um og stóð yfir í sjö daga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sé tekið mið af regl­um um mál­svarn­ar­laun eða þókn­un verj­enda fékk hver lögmaður greidd­ar 24.300 krón­ur á hverja klukku­stund sem hann varði í málið.

Ef ein­ung­is er horft til þeirra sjö daga sem rétt­ar­höld­in tóku má gera ráð fyr­ir því að lög­menn hafi fengið 1.360.000 krón­ur fyr­ir setu í rétt­ar­höld­un­um ef miðað er við 8 klukku­stund­ir á dag.

Krafa gerð um ná­kvæma sund­urliðun 

Í dómn­um seg­ir að lög­mönn­um hafi borið að senda inn tíma­skýrslu til að inn­heimta þókn­un sína.

„Tekið er fram að í þeim til­vik­um sem skrán­ing tíma­skýrslu var ekki nema gróf­lega sund­urliðuð voru mál­svarn­ar­laun að hluta til áætluð,“ seg­ir í dómn­um.

Þá seg­ir að Ómar R. Valdi­mars­son, verj­andi Al­ex­and­ers Mána, hafi lagt fram heild­ar­vinnu­stund­ir upp á 594 fjór­ar stund­ir auk vinnu vegna gæslu­v­arðhalds ákærða sem var fram­lengd í tvígang.

Sé horft til þess met­ur lögmaður­inn sak­ar­kostnað rúm­ar 13-14 millj­ón­ir króna, en sam­kvæmt ákvörðun héraðsdóms var hann 7,8 millj­ón­ir króna.

„Á yf­ir­lit­inu er að finna und­ir­rit­un ákærða sem ætluð er sem staðfest­ing hans á sam­skipt­um sem verj­and­inn hef­ur átt við hann eins og ritað hef­ur verið inn á skýrsl­una. Þessi und­ir­rit­un ákærða hef­ur enga þýðingu og legg­ur dóm­ur­inn einkum til grund­vall­ar fyrr­nefnd viðmið.“

mbl.is