Allir sakfelldir en Alexander fékk sex ár

Stunguárás á Bankastræti Club | 22. nóvember 2023

Allir sakfelldir en Alexander fékk sex ár

Alexander Máni Björnsson var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps  í Bankastræti Club málinu svokallaða. Samkvæmt dómi er honum gert að hafa veist að þremur mönnum með lífshættulegum stunguárásum á skemmtistaðnum. 

Allir sakfelldir en Alexander fékk sex ár

Stunguárás á Bankastræti Club | 22. nóvember 2023

Sakborningar í málinu á leið í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr …
Sakborningar í málinu á leið í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­ex­and­er Máni Björns­son var dæmd­ur í sex ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps  í Banka­stræti Club mál­inu svo­kallaða. Sam­kvæmt dómi er hon­um gert að hafa veist að þrem­ur mönn­um með lífs­hættu­leg­um stungu­árás­um á skemmti­staðnum. 

Al­ex­and­er Máni Björns­son var dæmd­ur í sex ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps  í Banka­stræti Club mál­inu svo­kallaða. Sam­kvæmt dómi er hon­um gert að hafa veist að þrem­ur mönn­um með lífs­hættu­leg­um stungu­árás­um á skemmti­staðnum. 

Alexander Máni Björnsson fékk sex ára dóm í Bankastræti Club …
Al­ex­and­er Máni Björns­son fékk sex ára dóm í Banka­stræti Club mál­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Varðandi hina sak­born­ing­ana 24 þá eru all­ir sak­felld­ir. Fjór­ir dóm­ar skera sig þó úr og fá fjór­ir sak­born­inga 4-12 mánaða fang­elsi fyr­ir sinn þátt í mál­inu en þeir voru all­ir ákærðir fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás. 

Frá héraðsdómi í morgun.
Frá héraðsdómi í morg­un. mbl.is/​Eyþór

Í flest­um til­fell­um voru dóm­ar hinna í mál­inu 60 daga skil­orðsbundið fang­elsi en í mörg­um til­fell­um var fulln­ustu refs­ing­ar frestað.  

Frá héraðsdómi í morgun.
Frá héraðsdómi í morg­un. mbl.is/​Eyþór

Málið var afar sér­stakt fyr­ir þær sak­ir að 25 sak­born­ing­ar voru í mál­inu og fóru rétt­ar­höld fram í Gull­hömr­um. Þá breytti Al­ex­and­er Máni framb­urði sín­um og dró játn­ingu til baka í tveim­ur stungu­árás­ar­mál­anna af þrem­ur. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð. 

mbl.is/​Eyþór
mbl.is/​Eyþór
mbl.is/​Eyþór
mbl.is