Skandinavísk skíðaperla Andreu arkitekts

Vetraríþróttir | 26. nóvember 2023

Skandinavísk skíðaperla Andreu arkitekts

Í Montana-fylki í Bandaríkjunum er að finna einstaka skíðaperlu sem er innblásin af skandinavískri hönnun. Húsið var reist árið 2019 og er hannað af arkitektinum Andreu Dabene.

Skandinavísk skíðaperla Andreu arkitekts

Vetraríþróttir | 26. nóvember 2023

Húsið er umvafið einstakri náttúrufegurð sem dregin er inn á …
Húsið er umvafið einstakri náttúrufegurð sem dregin er inn á heimilið með gríðarstórum gluggum. Samsett mynd

Í Mont­ana-fylki í Banda­ríkj­un­um er að finna ein­staka skíðaperlu sem er inn­blás­in af skandi­nav­ískri hönn­un. Húsið var reist árið 2019 og er hannað af arki­tekt­in­um Andr­eu Dabene.

Í Mont­ana-fylki í Banda­ríkj­un­um er að finna ein­staka skíðaperlu sem er inn­blás­in af skandi­nav­ískri hönn­un. Húsið var reist árið 2019 og er hannað af arki­tekt­in­um Andr­eu Dabene.

Húsið er staðsett í Kletta­fjöll­un­um í norðvest­ur Mont­ana. Svæðið þykir mik­il nátt­úruperla, en þar finn­ur þú ótal skíðabrekk­ur, vötn, dali, göngu­stíga, skóga og tinda.

Nátt­úru­leg­ir litatón­ar flæða í gegn­um húsið sem hef­ur verið inn­réttað á stíl­hrein­an máta með mini­malísku yf­ir­bragði. Hver hlut­ur hef­ur verið val­inn inn í húsið af kost­gæfni og fær því að njóta sín til fulls. 

Nátt­úr­an í aðal­hlut­verki 

Rúm­góð og afar björt stofa gríp­ur augað sam­stund­is, en þar má sjá gríðar­stóra glugga á þrjá vegu sem draga nátt­úru­feg­urðina inn á heim­ilið. Í miðjunni má svo sjá afar sjarmer­andi ar­inn sem set­ur án efa punkt­inn yfir i-ið. 

Á vet­urna breyt­ist staður­inn í sann­kallaða vetr­arp­ara­dís, en eins og sjá má á mynd­un­um er guðdóm­legt út­sýni frá hús­inu og búið að koma upp jóla­skreyt­ing­um bæði úti og inni sem skapa nota­lega stemn­ingu. 

Húsið er hægt að leigja út á bók­un­ar­vef Airbnb. Tvö svefn­her­bergi og tvö baðher­bergi eru í hús­inu sem rúm­ar því allt að fjóra gesti hverju sinni. Nótt­in í hús­inu kost­ar 1.033 banda­ríkja­dali sem nem­ur rúm­um 142 þúsund krón­um. 

Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is