Gera allt til að tryggja vatn til Eyja

Gera allt til að tryggja vatn til Eyja

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að auðvitað sé óþægileg tilhugsun að vatnslögnin til Eyja sé það mikið skemmd að bærinn sé kominn yfir á hættustig. Það sé þó ekkert panikástand í gangi. 

Gera allt til að tryggja vatn til Eyja

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 28. nóvember 2023

Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að auðvitað sé óþægileg tilhugsun að vatnslögnin til Eyja sé það mikið skemmd að bærinn sé kominn yfir á hættustig. Það sé þó ekkert panikástand í gangi. 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að auðvitað sé óþægileg tilhugsun að vatnslögnin til Eyja sé það mikið skemmd að bærinn sé kominn yfir á hættustig. Það sé þó ekkert panikástand í gangi. 

Eins og mbl.is greindi frá í morgun ákvað ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, að lýsa yfir hættustigi almannavarna. Er það gert vegna verulegra skemmda á vatnslögninni.

Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar, sem Íris, Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, og Eyþór Harðarson bæjarfulltrúi rita undir segir að allt verði gert til að tryggja vatn til Eyja.

Ákveðið öryggi að vera á hættustigi

„Það kemur auðvitað óþægilega við okkur öll þegar þær aðstæður skapast að flytja þurfi bæinn okkar á hættustig, en því fylgir reyndar líka ákveðið öryggi. Það þýðir að almannavarnayfirvöld fylgjast mjög náið með stöðu mála og viðbragðsáætlanir verða til samræmis við þær aðstæður sem upp kunna að koma. Bestu sérfræðingar hérlendis og erlendis eru komnir að málinu til að tryggja að vatnið haldi áfram að streyma til Eyja,“ segir meðal annars í tilkynningunni. 

Eins og fram kom í tilkynningu almannavarna í morgun skilar vatnleiðslan fullu vatnsmagni þó hún sé skemmd. Einnig að hún hafi færst mikið og því dugi ekki annað en að koma nýrri lögn fyrir. 

„Því ber okkur að vera búin undir allar sviðsmyndir sem upp geta komið. Bæjarbúar verða að sjálfsögðu upplýstir samstundis ef breyting verður á þessari stöðu og ef þeir þurfa að grípa til einhverra ráðstafana, en svo er ekki á þessu stigi,“ segir enn fremur í tilkynningunni. 

mbl.is