Vatn flutt til Eyja ef vatnslögnin gefur sig

Vatn flutt til Eyja ef vatnslögnin gefur sig

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að ekki sé horft til þess að rýma þurfi Vestmannaeyjar þó hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir. Heldur verði vatn flutt til Eyja ef vatnslögnin gefur sig. 

Vatn flutt til Eyja ef vatnslögnin gefur sig

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 28. nóvember 2023

Víðir segir vatnstanka í Eyjum geta skaffað byggðinni vatn í …
Víðir segir vatnstanka í Eyjum geta skaffað byggðinni vatn í einhverja daga ef vatnsleiðslan gefur sig. Samsett mynd/Árni Sæberg/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að ekki sé horft til þess að rýma þurfi Vestmannaeyjar þó hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir. Heldur verði vatn flutt til Eyja ef vatnslögnin gefur sig. 

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að ekki sé horft til þess að rýma þurfi Vestmannaeyjar þó hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir. Heldur verði vatn flutt til Eyja ef vatnslögnin gefur sig. 

„Það yrði mikil vinna, en það er ekki ógerlegt,“ segir Víðir í samtali við mbl.is.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lýsti yfir hættustigi nú í morgun vegna umfangsmikilla skemmda á vatnslögninni. Lögnin skemmdist föstudagskvöldið 17. nóvember síðastliðinn og hafa nú miklar skemmdir komið í ljós. Lögnin hefur fulla flutningsgetu sem stendur. 

Unnið með þrjár tölur

Víðir segir almannavarnir vita hversu mikið vatn þurfi til að halda lífinu eðlilegu í Vestmannaeyjum, sum sé hversu mikið heimili og fyrirtæki þurfa til að allt sé eðlilegt.

Þá vita almannavarnir einnig hvað þurfi til að halda bara heimilum gangandi í Eyjum og hvað þurfi til þess að tryggja að neyðarástand skapist ekki. 

Þannig sé nú unnið með þessar þrjár sviðsmyndir. 

Reyna að tryggja að vatnslögnin skemmist ekki meira

Varavatnstankar eru í Eyjum og á þeim er nægt vatn til að ástandið sé öruggt í einhverja nokkra daga segir Víðir. 

Vatnslögnin er mikið skemmd þó full afköst séu um þessar stundir. Ljóst þykir þó að ekki sé hægt að gera við hana og því þarf að leggja nýja vatnslögn. 

Það er ekki hægt að gera nema að sumri til. Þannig má búast við því að ástandið vari fram á næsta vor eða sumar. Víðir segir að allt verði gert til þess að tryggja að vatnslögnin skemmist ekki meira. 

Með stærstu útgerðum landsins gera út frá Vestmannaeyjum og segir Víðir að vatnsnotkun vinnslustöðvanna sé mikil, þá sérstaklega á vertíð. Hann segist skilja áhyggjur eigenda útgerðanna, en ítrekar að allt verði gert til þess að tryggja að eðlilegt líf og starf í Vestmannaeyjum.

mbl.is