Aðstæður við Klettsnef krefjandi

Aðstæður við Klettsnef krefjandi

„Ástandið núna kallar á ýmsar pælingar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatnslögnin er löskuð og liggur nærri Klettsnefi. Aðstæðurnar eru afar krefjandi,“ segir Ívar Atlason hjá HS veitum í Vestmannaeyjum.

Aðstæður við Klettsnef krefjandi

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 29. nóvember 2023

Laskaðar lagnir og Vestmannaeyjar eru í vanda. Veitustarfsmenn leita leiða, …
Laskaðar lagnir og Vestmannaeyjar eru í vanda. Veitustarfsmenn leita leiða, nú þegar hættuástandi hefur verið lýst yfir af almannavörnum. mbl.is/Óskar Pétur

„Ástandið núna kallar á ýmsar pælingar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatnslögnin er löskuð og liggur nærri Klettsnefi. Aðstæðurnar eru afar krefjandi,“ segir Ívar Atlason hjá HS veitum í Vestmannaeyjum.

„Ástandið núna kallar á ýmsar pælingar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatnslögnin er löskuð og liggur nærri Klettsnefi. Aðstæðurnar eru afar krefjandi,“ segir Ívar Atlason hjá HS veitum í Vestmannaeyjum.

Eins og fram hefur komið er kaldavatnslögnin sem liggur af fastalandinu til Eyja stórskemmd eftir að akkeri uppsjávarskipsins Hugins VE festist í henni síðastliðið föstudagskvöld. Akkerið og festar þess voru skorin frá skipinu og eru enn í innsiglingunni.

Viðgerð verður skammgóður vermir

Myndir teknar neðansjávar sýna að vatnslögnin hefur færst verulega úr stað. Fyrir vikið verður bráðabirgðaviðgerð skammgóður vermir. Það eina sem dugar til lengdar er ný lögn, segja þeir sem best þekkja til mála.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á vatnslögninni. Raunveruleg hætta er talin á því að hún rofni alveg og þá væri fyrst vandi í Eyjum, því þar eru engar lindir eða vatnsból.

Allt neysluvatn er fengið úr uppsprettu við Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum – þaðan sem vatninu er veitt um pípur niður Landeyjar og svo á sjávarbotni út til Eyja.

Verkefni sem við leysum

„Við eigum mikið og raunar allt undir vatnsveitunni. Dagleg vatnsnotkun bæjarbúa er kannski 1.500 tonn. Svo bætist mikið við þegar fiskvinnslan er á fullu. Í þeim álagstoppum fer vatnsnotkunin kannski í 5.000 til 6.000 tonn á hverjum sólarhring,“ segir Ívar.

„Því leggjum við allt kapp á að koma fyrir nýrri lögn sem allra fyrst, þótt vandasamt sé nú þegar hávetur er fram undan. Úti fyrir Klettsnefinu eru þungar öldur í sjónum og kafararnir sem þarna verða í aðalhutverki geta ekki unnið nema veður og sjólag sé skaplegt. En annars er þetta bara verkefni sem við leysum; hugmyndir um að flytja vatn til Eyja í tankskipum ef allt fer á versta veg finnst mér algjör fjarstæða.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is