Setja 1,4 milljarða í verkefnið

Íslenska | 29. nóvember 2023

Setja 1,4 milljarða í verkefnið

Áætlað er að um 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda í málefnum íslenskrar tungu. Um er að ræða málefni margra ráðuneyta, sem unnið er undir forystu menningar- og viðskiptaráðherra, með það að markmiði að efla íslenska tungu í samfélaginu. 

Setja 1,4 milljarða í verkefnið

Íslenska | 29. nóvember 2023

Lilja leggur áherslu á að málefnið varði allt samfélagið.
Lilja leggur áherslu á að málefnið varði allt samfélagið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áætlað er að um 1,4 millj­örðum verði varið í áætl­un stjórn­valda í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu. Um er að ræða mál­efni margra ráðuneyta, sem unnið er und­ir for­ystu menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, með það að mark­miði að efla ís­lenska tungu í sam­fé­lag­inu. 

Áætlað er að um 1,4 millj­örðum verði varið í áætl­un stjórn­valda í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu. Um er að ræða mál­efni margra ráðuneyta, sem unnið er und­ir for­ystu menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, með það að mark­miði að efla ís­lenska tungu í sam­fé­lag­inu. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra  og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, kynntu í dag þings­álykt­un­ar­til­lögu, um aðgerðaráætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 2023-2026.

Í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er fjallað um mik­il­vægi stuðnings við ís­lenska tungu í stjórn­arsátt­mála. Um er að ræða afrakst­ur ráðherra­nefnd­ar sem sett var á lagg­irn­ar að til­lögu for­sæt­is­ráðherra, sem hef­ur það hlut­verk að efla sam­starf milli ráðuneyta um mál­efni ís­lenskr­ar tungu og tryggja sam­hæf­ingu þar sem mál­efni skar­ast. 

Tíma­móta aðgerðaráætl­un

Lilja seg­ir áætlað að verja um 1,4 millj­örðum í aðgerðaráætl­un verk­efn­is­ins. Það sé þó ljóst að ein­staka atriði þurfi að fjár­magna bet­ur, seg­ir hún, og nefn­ir sem dæmi Sam­evr­ópska tungu­málaramm­ann, sem er í far­vegi og verður sett­ur inn í næstu fjár­mála­áætl­un. 

„Þetta er al­gjör tíma­móta aðgerðaráætl­un til að styðja við bæði vörn og sókn tungu­máls­ins,“ seg­ir Lilja og legg­ur áherslu á að mál­efnið varði allt sam­fé­lagið. Sem dæmi leggja stjórn­völd ríka áherslu á viðhorfs­breyt­ing­ar, til að mynda með skila­boðum um að ís­lensk­an skuli í há­veg­um höfð. 

Hluti ráðherranefndarinnar kynnti þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu …
Hluti ráðherra­nefnd­ar­inn­ar kynnti þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaráætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 2023-2026. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rík­ari skyld­ur lagðar á inn­flytj­end­ur um að læra tungu­málið

Að sögn Lilju verða rík­ari skyld­ur lagðar á inn­flytj­end­ur um að læra tungu­málið, enda gríðarlega mik­il­vægt að ná ár­angri á því sviði. 

„Til þess að tungu­málið lifi, þá þurf­um við að hafa eitt mál­sam­fé­lag.“

Til að ná til­sett­um ár­angri verður aðgengi að ís­lensku­námi stór­aukið, seg­ir Lilja og bend­ir á að ekki sé hægt að setja ákveðnar skyld­ur eða kröf­ur, þegar náms­fram­boð er ekki nægi­lega gott. 

Gríðarleg­ur áhugi úr at­vinnu­líf­inu

Eitt af mark­miðum ráðherra­nefnd­ar­inn­ar er að stuðla að aukn­um sýni- og heyr­an­leika ís­lensku í al­manna­rými, í breiðri sam­vinnu at­vinnu­lífs og stjórn­valda. 

Ég vil hrósa at­vinnu­líf­inu. At­vinnu­lífið hef­ur sýnt gríðarleg­an áhuga á að stuðla að því að ís­lensk­an sé ávallt fyrsta tungu­málið,“ seg­ir Lilja sem hef­ur til að mynda átt í mjög far­sælu sam­starfi við sam­tök aðila í ferðaþjón­ustu. Þau hafa verið mjög öfl­ug við að hvetja sitt starfs­fólk til að sækja nám­skeið í ís­lensku, seg­ir Lilja, „ein­mitt til að lyfta tungu­mál­inu.“

mbl.is