Tungumálið „ákveðinn lykill að íslensku samfélagi“

Íslenska | 29. nóvember 2023

Tungumálið „ákveðinn lykill að íslensku samfélagi“

Eitt af verkefnum ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu er að skoða hvaða skyldur og þar með hvaða réttindi innflytjendur hafa þegar kemur að íslenskri tungu. Það að efla íslenskukunnáttu innflytjenda eflir samtímis þátttöku þeirra í samfélaginu. 

Tungumálið „ákveðinn lykill að íslensku samfélagi“

Íslenska | 29. nóvember 2023

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Lilja Alfreðsdóttir á kynningarfundi um áherslur …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Lilja Alfreðsdóttir á kynningarfundi um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eitt af verk­efn­um ráðherra­nefnd­ar um mál­efni ís­lenskr­ar tungu er að skoða hvaða skyld­ur og þar með hvaða rétt­indi inn­flytj­end­ur hafa þegar kem­ur að ís­lenskri tungu. Það að efla ís­lenskukunn­áttu inn­flytj­enda efl­ir sam­tím­is þátt­töku þeirra í sam­fé­lag­inu. 

Eitt af verk­efn­um ráðherra­nefnd­ar um mál­efni ís­lenskr­ar tungu er að skoða hvaða skyld­ur og þar með hvaða rétt­indi inn­flytj­end­ur hafa þegar kem­ur að ís­lenskri tungu. Það að efla ís­lenskukunn­áttu inn­flytj­enda efl­ir sam­tím­is þátt­töku þeirra í sam­fé­lag­inu. 

Þetta seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is, að lok­inni kynn­ingu ráðherra­nefnd­ar um mál­efni ís­lenskr­ar tungu, þar sem þings­álykt­un­ar­til­laga um aðgerðaráætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 2023-2026, var kynnt. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rétt­indi og skyld­ur inn­flytj­enda þegar kem­ur að ís­lenskri tungu

Guðmund­ur seg­ir það til skoðunar hvaða rétt­indi og þar með hvaða skyld­ur inn­flytj­end­ur hafa þegar kem­ur að ís­lenskri tungu. Sú vinna sé á byrj­un­arstigi, en þó mik­il­væg til að tryggja og jafn­framt auka lík­urn­ar á því að inn­flytj­end­ur nái rót- og fót­festu í ís­lensku sam­fé­lagi. 

„Tungu­málið er ákveðinn lyk­ill að ís­lensku sam­fé­lagi. Þess vegna telj­um við að það þurfi að skoða mjög vand­lega hvernig aðrar þjóðir hafa gert þetta,“ seg­ir Guðmund­ur sem hef­ur meðal ann­ars horft til Finn­lands, þar sem gerðar hafa verið kann­an­ir á því hvernig finnsk­ir inn­flytj­end­ur meta gæði náms og kennslu.

Þetta seg­ir hann mik­il­vægt til að geta unnið öfl­uga stefnu­mót­un í fram­halds­fræðslu og mál­efn­um inn­flytj­enda, en jafn­framt hluta af því að þróa starfstengt tungu­mála­nám. 

Til út­skýr­ing­ar á starfstengdu tungu­mála­námi seg­ir Guðmund­ur að horfa verði til þess hvaða orðaforða inn­flytj­end­ur þurfa í sín­um störf­um til að geta haldið uppi grund­vall­ar sam­skipt­um. 

„Að fólk nái betri tök­um á þess­um fag­orðaforða sem það þarf á að halda. Ég held að þetta skipti mjög miklu máli bæði í þjón­ustu­störf­um, en líka um­mönn­un­ar­störf­um.“ 

Íslensku­kunn­átta er fjár­fest­ing

Aðspurður seg­ir Guðmund­ur mik­inn áhuga meðal inn­flytj­enda á því að læra ís­lensku, sér­stak­lega meðal þeirra sem eru í mikl­um sam­skipt­um við fólk. 

„En auðvitað er þetta mis­mun­andi. Sum­ir koma kannski ein­ung­is til að vinna í þrjá mánuði, en ílengj­ast oft, ein­hver sem ætlaði ein­ung­is að vera í ár er bú­inn að vera í fimm ár. Þá kannski sérðu minni til­gang í því að læra tungu­málið, eins flókið og erfitt tungu­mál sem ís­lensk­an er, fyr­ir bara nokkra mánuði. En sérð síðan þegar þú íleng­ist að það hefði senni­lega verið góð fjár­fest­ing á sín­um tíma [að læra tungu­málið].“

Spurður hvort inn­flytj­end­um verði gert skylt að læra ís­lensku áður en það hef­ur störf hér á landi seg­ir Guðmund­ur það ekki endi­lega þurfa að vera þannig. Hann seg­ir verðmætt að fólk sem kem­ur hingað til lands til að vinna geti hafið störf um leið, enda sé það stór þátt­ur í því að halda uppi hag­vexti. 

„Ég held að við ætt­um að geta fundið leiðir til að auka þetta hvoru tveggja. Mín skoðun er sú að vinnustaðir eigi að bjóða upp á ókeyp­is ís­lensku­nám á vinnu­tíma, vegna þess að þetta er fjár­fest­ing.“



mbl.is