Ungt fólk verður fyrir miklu máláreiti

Íslenska | 29. nóvember 2023

Ungt fólk verður fyrir miklu máláreiti

Forsætisráðherra hyggst efna til sam­keppni hjá ungu fólki um ís­lenskt efni á sam­fé­lags­miðlum sem höfðar til allra kynja. Markmiðið er að efla íslenska tungu og auka aðgengi að íslensku efni á samfélagsmiðlum. 

Ungt fólk verður fyrir miklu máláreiti

Íslenska | 29. nóvember 2023

Katrín hyggst efna til sam­keppni hjá ungu fólki um ís­lenskt …
Katrín hyggst efna til sam­keppni hjá ungu fólki um ís­lenskt efni á sam­fé­lags­miðlum. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­sæt­is­ráðherra hyggst efna til sam­keppni hjá ungu fólki um ís­lenskt efni á sam­fé­lags­miðlum sem höfðar til allra kynja. Mark­miðið er að efla ís­lenska tungu og auka aðgengi að ís­lensku efni á sam­fé­lags­miðlum. 

For­sæt­is­ráðherra hyggst efna til sam­keppni hjá ungu fólki um ís­lenskt efni á sam­fé­lags­miðlum sem höfðar til allra kynja. Mark­miðið er að efla ís­lenska tungu og auka aðgengi að ís­lensku efni á sam­fé­lags­miðlum. 

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra und­ir lok kynn­ing­ar­fund­ar ráðherra­nefnd­ar um mál­efni ís­lensk­unn­ar. Þar voru kynnt áherslu­mál og for­gangs­verk­efni nefnd­ar­inn­ar,sem lögð verða fram í þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaráætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 2023 til 2026.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og Guðmund­ur …
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, kynntu í dag þings­álykt­un­ar­til­lögu, um aðgerðaráætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 2023-2026. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Inn­fædd­ir ekki minna viðfangs­efni en inn­flytj­end­ur

Á kynn­ing­ar­fund­in­um bar Katrín upp þá spurn­ingu hvort ís­lensk­an væri gjald­geng á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Í sam­tali við mbl.is að lokn­um fund­in­um sagði hún svarið tvíþætt. 

„Ann­ars veg­ar erum við með þessa miklu fjölg­un fólks af er­lendu bergi, sem auðvitað skap­ar ákveðnar áskor­an­ir. En við erum líka með unga fólkið okk­ar sem er fætt hér. Það verður fyr­ir ofboðslega miklu ensku máláreiti, sem verður til þess að unga fólkið hætt­ir að nota ís­lensk­una á sum­um sviðum. Það er ekk­ert minna viðfangs­efni,“ seg­ir Katrín sem velt­ir sam­skipt­um á sam­fé­lags­miðlum mikið fyr­ir sér og hvort ís­lenska tungu­málið sé notað þar.  

Ákveðið efni sem er ekki að finna á ís­lensku

Spurð hvernig hún sér fyr­ir sér að efla ís­lenska tungu­málið á sam­fé­lags­miðlum, sam­an­ber sam­keppni um ís­lenskt efni á sam­fé­lags­miðlum, seg­ist Katrín til að mynda von­ast til að gerð verði rann­sókn á því hverj­ir það eru sem tala ís­lensku á sam­fé­lags­miðlum og til hvaða hóps þess­ir ein­stak­ling­ar ná. Jafn­framt hvaða er­lenda efni það er sem nýt­ur mestra vin­sælda. 

„Maður sér að það eru ákveðnir áhrifa­vald­ar, til dæm­is á sviði heilsu­rækt­arm sem tala ís­lensku og hafa stór­an fylgj­enda­hóp. Síðan sjá­um við líka ákveðna menn­ing­arkima sem eru eig­in­lega al­farið á ensku,“ seg­ir Katrín og nefn­ir hne­fa­leika sem dæmi. 

Stuðla að ís­lenskri afþrey­ingu á sam­fé­lags­miðlum

„Ég er ekki með neina vís­inda­lega könn­un á þessu, en maður sér að það eru ákveðnir geir­ar þar sem ís­lensk­ir áhrifa­vald­ar hafa náð til unga fólks­ins, en ann­ars staðar ekki.“

Því hef­ur Katrín hug á því að efna til sam­keppni hjá ung­menn­um um ís­lenskt efni á sam­fé­lags­miðlum sem höfðar til allra kynja. Hluti af því verk­efni felst í að kanna hvaða er­lenda efni unga kyn­slóðin sæk­ist í að horfa á og hvetja til þess að sam­bæri­legt efni verði út­fært á ís­lensku.  

mbl.is