Fordæmalaust ástand

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. nóvember 2023

Fordæmalaust ástand

„Þetta er alveg fordæmalaust ástand að það sé hættustig á tveimur starfssvæðum í einu,“ segir Páll Erland, forstjóri HS veitna, um þá stöðu að hættustig almannavarna sé bæði í Grindavík og í Vestmannaeyjum.

Fordæmalaust ástand

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. nóvember 2023

Hættustig er bæði í Grindavík og Vestmannaeyjum.
Hættustig er bæði í Grindavík og Vestmannaeyjum. Samsett mynd

„Þetta er alveg fordæmalaust ástand að það sé hættustig á tveimur starfssvæðum í einu,“ segir Páll Erland, forstjóri HS veitna, um þá stöðu að hættustig almannavarna sé bæði í Grindavík og í Vestmannaeyjum.

„Þetta er alveg fordæmalaust ástand að það sé hættustig á tveimur starfssvæðum í einu,“ segir Páll Erland, forstjóri HS veitna, um þá stöðu að hættustig almannavarna sé bæði í Grindavík og í Vestmannaeyjum.

„Við höfum yfir mjög góðum mannskap að ráða á þessum sérstöku tímum sem skiptist núna í þá sem sinna daglegum rekstri og annan hóp sem sinnir þáttum tengdum þessu almannavarnaástandi og þar eru bæði sérfræðingar og framkvæmdaflokkar. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda hita á húsunum og rafmagninu á í Grindavík og það hefur gengið framar vonum,“ segir Páll.

Páll Erland er forstjóri HS Veitna.
Páll Erland er forstjóri HS Veitna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þótt hættustig í Grindavík hafi verið fært af neyðarstigi yfir á hættustig er ástandið enn viðkvæmt á svæðinu.

„Almannavarnir eru að benda á að það sé ennþá hætta fyrir hendi að eldgos komi upp í nágrenni við Svartsengi sem hefði þá áhrif á starfsemi orkuversins þar bæði hvað varðar orku- og vatnsöflun. Þess vegna erum við enn í viðbragðsstöðu og í margs konar aðgerðum á Suðurnesjum til að búa okkur undir þann möguleika,“ segir Páll og bætir við að ef orkuverið í Svartsengi yrði fyrir áfalli þá yrðu áhrifin mjög víðtæk á öllum Suðurnesjum. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is