Ilmir fyrir drottningar og fylgdarlið þeirra

Snyrtivörur | 3. desember 2023

Ilmir fyrir drottningar og fylgdarlið þeirra

Það er alltaf skemmtilegra að lykta vel um jólin. Gott ilmvatn er líka tilvalin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um.

Ilmir fyrir drottningar og fylgdarlið þeirra

Snyrtivörur | 3. desember 2023

Ilmaðu vel um jólin!
Ilmaðu vel um jólin! Ljósmynd/Colourbox

Það er alltaf skemmtilegra að lykta vel um jólin. Gott ilmvatn er líka tilvalin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um.

Það er alltaf skemmtilegra að lykta vel um jólin. Gott ilmvatn er líka tilvalin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um.

Q frá Dolce & Gabbana

Ilmurinn er fyrir konur eða öllu heldur fólk sem skilgreinir sig sem drottningar. Á meðal innihaldsefna eru sítrónur frá Sikiley, blóðappelsínur og jasmínblóm.

Q frá Dolce & Gabbana.
Q frá Dolce & Gabbana.

My Way frá Armani

Konan sem gengur með ilminn My Way er víðsýn og fer sínar eigin leiðir. Ilmurinn er blómlegur og ferskur.

My Way frá Armani.
My Way frá Armani.

Chance Eau Fraiche frá Chanel

„Taktu séns,“ söng ABBA-söngflokkurinn um árið. Það sama segir þetta ferska ilmvatn frá Chanel sem er með góðri blómalykt.

Chance Eau Fraiche frá Chanel.
Chance Eau Fraiche frá Chanel.

Oratorio frá Pigmenterium

Í ilminum, sem hentar öllum kynjum, er sjaldgæf mandarína frá Madagaskar og neroli frá Egyptalandi. Um er að ræða blómlegan sítrusilm frá fyrsta sjálfstæða ilmvatnshúsinu í Tékklandi.

Oratorio frá Pigmenterium.
Oratorio frá Pigmenterium.

Yellow Dream frá Valentino

Herrailmurinn Born in Roma Uomo Yellow Dream er ferskur austurlenskur ilmur með krydduðum keim. Ilmurinn veitir innblástur fyrir drauma morgundagsins.

Yellow Dream frá Valentino.
Yellow Dream frá Valentino.
mbl.is