Tryggja að innflytjendur sæki íslenskunám

Íslenska | 3. desember 2023

Tryggja að innflytjendur sæki íslenskunám

Í fyrsta sinn er verið að gera kröfur á innflytjendur um íslenskunám. Þá hefur möguleikinn á skýrari forkröfum vegna hæfni innflytjenda á vinnumarkaði verið opnaður. Auk þess að skýra réttindi borgara sem hafa annað móðurmál en íslensku. 

Tryggja að innflytjendur sæki íslenskunám

Íslenska | 3. desember 2023

Lilja segir helstu breytinguna felast í því að hingað til …
Lilja segir helstu breytinguna felast í því að hingað til hefur íslenskunám verið valkvætt fyrir þá sem flytja til landsins á fullorðinsárum og fáir hvatar til staðar til að stuðla að markvissu íslenskunámi með skýrum ávinningi. mbl.is/Eyþór

Í fyrsta sinn er verið að gera kröf­ur á inn­flytj­end­ur um ís­lensku­nám. Þá hef­ur mögu­leik­inn á skýr­ari for­kröf­um vegna hæfni inn­flytj­enda á vinnu­markaði verið opnaður. Auk þess að skýra rétt­indi borg­ara sem hafa annað móður­mál en ís­lensku. 

Í fyrsta sinn er verið að gera kröf­ur á inn­flytj­end­ur um ís­lensku­nám. Þá hef­ur mögu­leik­inn á skýr­ari for­kröf­um vegna hæfni inn­flytj­enda á vinnu­markaði verið opnaður. Auk þess að skýra rétt­indi borg­ara sem hafa annað móður­mál en ís­lensku. 

Þannig að hér er kom­inn mjög sterk­ur vís­ir að því að gerðar séu rík­ari kröf­ur til ís­lenskukunn­áttu þeirra sem eru á vinnu­markaði.

Þetta seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, spurð hvaða kröf­ur verði gerðar um ís­lenskukunn­áttu inn­flytj­enda, með nýrri þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 2023-2026. 

Aðgerðaráætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 

Ráðherra­nefnd um mál­efni ís­lensk­unn­ar kynnti á miðviku­dag áherslu­mál og for­gangs­verk­efni hóps­ins, með nýrri þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu 2023–2026, sem brátt verður lögð fram á Alþingi. 

Meðal þeirra mál­efna sem lögð er áhersla á í ­til­lög­unni er hvaða skyld­ur og þar með hvaða rétt­indi inn­flytj­end­ur hafa þegar kem­ur að ís­lenskri tungu. 

Styrkja stöðu ís­lenskr­ar tungu til framtíðar

Um er að ræða tvær aðgerðir í til­lög­unni, sem eru til þess falln­ar að auka áherslu á að inn­flytj­end­ur öðlist grunn­færni í ís­lensku, seg­ir Lilja og bæt­ir við að unnið sé að því að þróa hvata til þess. Þannig sé í fyrsta sinn verið að fjalla um að grunn­færni verði skil­greind og kort­lögð af nor­ræn­um fyr­ir­mynd­um. 

Til út­skýr­ing­ar seg­ir Lilja að með þessu sé verið að skoða hvernig megi tryggja að ákveðinn hóp­ur inn­flytj­enda sæki nám í ís­lensku og nái ár­angri í nám­inu. Með það að mark­miði að koma í veg fyr­ir jaðar­setn­ingu, stuðla mark­visst að inn­gild­ingu og styrkja stöðu ís­lenskr­ar tungu til framtíðar. 

Lilja seg­ir helstu breyt­ing­una fel­ast í því að hingað til hef­ur ís­lensku­nám verið val­kvætt fyr­ir þá sem flytja til lands­ins á full­orðins­ár­um og fáir hvat­ar til staðar til að stuðla að mark­vissu ís­lensku­námi með skýr­um ávinn­ingi. Nú eigi hins veg­ar að skil­greina bet­ur kröf­ur til inn­flytj­enda um ís­lensku­nám. 

Hún seg­ir þró­un­ina mjög já­kvæða, en vek­ur at­hygli á því að þessi aðgerð þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar heyri und­ir fé­lags- og vinnu­málaráðherra. 

Erfitt að gera sömu kröfu til allra

Spurð hvort gerð verði krafa á inn­flytj­end­ur um að ljúka ákveðnu hæfnistigi í ís­lensku til að kom­ast á vinnu­markað, seg­ir Lilja vinn­una ekki komna á það stig. Nú sé ein­ung­is verið að skil­greina grunn­færn­ina og kort­leggja, með hliðsjón af nor­rænni fyr­ir­mynd. 

Þannig að það verður mun skýr­ari rammi um ís­lensku­nám og aukið aðgengi,“ seg­ir hún og bæt­ir við að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hverj­ar höml­urn­ar verði fyr­ir þá sem ekki leggja stund á ís­lensku­nám. 

„Nú er verið að þróa hvata og hvernig megi tryggja að þess­ir hóp­ar sæki nám. Þetta er veg­ferð og það eru deild­ar mein­ing­ar um hvað eigi að ganga langt,“ seg­ir Lilja, enda erfitt að gera sömu kröf­ur til allra inn­flytj­enda, þrátt fyr­ir að hægt sé að gera kröf­ur um ákveðna grunn­færni, sem þó get­ur tekið fólk mislang­an tíma að afla sér.  

Til þess að ná til­sett­um mark­miðum, sem snúa að starfstengdu ís­lensku­námi fyr­ir inn­flytj­end­ur, verða lagðar 75 millj­ón­ir króna á ári í verk­efnið, frá ár­inu 2023 til árs­ins 2026.

mbl.is