Ekki eins vonlaust og það virtist

Ekki eins vonlaust og það virtist

„Staðan núna eins og við metum hana er ekki eins vonlaus og hún virtist fyrstu dagana eftir þetta gerðist,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, um stöðuna í vatnsaðfangamálinu er hér hefur verið fjallað um síðustu daga eftir að neðansjávarvatnsleiðsla til Vestmannaeyja varð fyrir töluverðu tjóni í nóvember.

Ekki eins vonlaust og það virtist

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 4. desember 2023

Páll Magnússon nefnir ýmsar leiðir í vatnsaðfangamáli Vestmannaeyinga eftir óhappið …
Páll Magnússon nefnir ýmsar leiðir í vatnsaðfangamáli Vestmannaeyinga eftir óhappið 17. nóvember, meðal annars að fyrsta vatnsleiðslan til Eyja, frá 1968, verði tekin í gagnið á ný. mbl.is/Sigurður Bogi

„Staðan núna eins og við met­um hana er ekki eins von­laus og hún virt­ist fyrstu dag­ana eft­ir þetta gerðist,“ seg­ir Páll Magnús­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Vest­manna­eyja, um stöðuna í vatnsaðfanga­mál­inu er hér hef­ur verið fjallað um síðustu daga eft­ir að neðan­sjáv­ar­vatns­leiðsla til Vest­manna­eyja varð fyr­ir tölu­verðu tjóni í nóv­em­ber.

„Staðan núna eins og við met­um hana er ekki eins von­laus og hún virt­ist fyrstu dag­ana eft­ir þetta gerðist,“ seg­ir Páll Magnús­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Vest­manna­eyja, um stöðuna í vatnsaðfanga­mál­inu er hér hef­ur verið fjallað um síðustu daga eft­ir að neðan­sjáv­ar­vatns­leiðsla til Vest­manna­eyja varð fyr­ir tölu­verðu tjóni í nóv­em­ber.

Seg­ir Páll að von­ast sé til þess að leiðslan sem skemmd­ist, sem er aðalleiðslan, haldi þar til viðgerð á henni lýk­ur. „Núna hafa tíu-fimmtán kafar­ar unnið að því síðustu daga að festa hana, mat sér­fræðinga, þar á meðal fram­leiðenda, er að hún hald­ist stöðug, jafn­vel í brælu og djöf­ul­gangi. Ef hið versta ger­ist og hún gef­ur sig, þar sem hún er auðvitað mikið skemmd, eig­um við fleiri bjarg­ir en við töld­um í upp­hafi og þar er einkum um þrennt að ræða,“ seg­ir for­set­inn.

Íhuga að skeyta sam­an leiðslu frá 1968

Það fyrsta sé að fram­kvæma bráðabirgðaviðgerð á leiðslunni og taka hana í sund­ur rétt fyr­ir aust­an Ystaklett og skeyta plastefni við innsta hluta henn­ar, bút sem yrði svo tek­inn upp í svo­kallaða Gjá­bakka­fjöru með það fyr­ir aug­um að leiðslan gæti dugað með þeim hætti til bráðabirgða.

„Í öðru lagi ætla menn svo núna þegar viðrar, og góður veður­gluggi opn­ast aft­ur, að at­huga ástandið á upp­haf­legu leiðslunni sem var lögð 1968 og var fyrsta vatns­leiðslan. Þá verður at­hugað hvort hægt sé að skeyta henni sam­an svo hún geti virkað. Aðal­atriðið, og í þriðja lagi, er að í ljós kom að búið er að flytja til lands­ins himnu­skilju sem býr til hreint vatn úr sjó. Þetta stykki sem komið er til lands­ins get­ur búið til 500 tonn af vatni á sól­ar­hring. Auk þess eru Vinnslu­stöðin og Ísfé­lagið að leita fyr­ir sér um kaup á fleiri svona ein­ing­um sem gætu þá komið til viðbót­ar við þessa og þá ertu kom­inn með fram­leiðslu­getu upp á 1.500 til 2.000 tonn af vatni á sól­ar­hring, eft­ir því hvort þessi fé­lög kaupa tvær eða þrjár ein­ing­ar,“ út­skýr­ir Páll.

Til sam­an­b­urðar megi nefna að heild­ar­vatns­neysla í Vest­manna­eyj­um geti rokkað frá 2.000 upp í 5.000 tonn á sól­ar­hring, hærri tal­an þá á há­anna­tíma á loðnu­vertíðinni. Þar með séu Eyja­menn komn­ir með þrenns kon­ar viðbragð við því að vatns­leiðslan rofni fara allt á versta veg.

„Fjórða viðbragðið er svo að bein­lín­is verði flutt vatn til Eyja í tank­skip­um og þar fram eft­ir göt­un­um. Sumt af þessu vit­um við að virk­ar, eins og vél­arn­ar, þetta er þekkt tækni og notuð víða og þær geta farið langt með að dekka þörf­ina,“ held­ur Páll áfram. „Þetta er reynd­ar ekki neyslu­vatn ætlað til drykkj­ar, þetta er það sem kallað er steindautt vatn, ster­il­íserað þar til ekk­ert er eft­ir nema H2O, það eru eng­in steinefni og ekki neitt í því og mér skilst að það sé ekk­ert sér­stak­lega bragðgott,“ seg­ir Páll.

Til­færsla í fjár­laga­áætl­un vegna máls­ins

Hann tel­ur ólík­legt að all­ar leiðirn­ar verði tæk­ar en Eyja­menn muni að lík­um alla vega eiga eft­ir ein­hverj­ar þær bjarg­ir sem von­andi forði þeim frá neyðaráætl­un og rým­ingu á fólki.

„Þetta er svona staðan eins og hún blas­ir við okk­ur og má eig­in­lega draga það sam­an í dag í að út­litið er held­ur bjart­ara en það sem við horfðum fram­an í dag­ana eft­ir að skemmd­irn­ar urðu á leiðslunni. Enda­punkt­ur­inn er svo að rík­is­stjórn­in hef­ur gefið það út að til­færsla verður gerð á áætl­un fjár­laga fyr­ir 2025 þegar til stóð að leggja nýja leiðslu. Núna er von­andi verið að ganga frá því í þing­inu að þessi aðgerð verði flutt inn á fjár­lög­in núna sem skipt­ir í raun allra mestu máli í þess­um efn­um og þar með að ný leiðsla verði lögð núna á vori og sumri kom­andi,“ seg­ir Páll Magnús­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Vest­manna­eyja, að lok­um af vatns­mál­um þeirra Eyja­manna eft­ir óhappið 17. nóv­em­ber.

mbl.is