Ósvikin bústaðastemning í vetrarparadís

Vetraríþróttir | 4. desember 2023

Ósvikin bústaðastemning í vetrarparadís

Í sannkallaðri vetrarparadís í Viken í Noregi er að finna afar notalegan bústað sem hefur verið innréttaður á fallegan máta. 

Ósvikin bústaðastemning í vetrarparadís

Vetraríþróttir | 4. desember 2023

Það vantar ekki upp á kósíheitin í þessum bústað!
Það vantar ekki upp á kósíheitin í þessum bústað! Samsett mynd

Í sann­kallaðri vetr­arp­ara­dís í Viken í Nor­egi er að finna afar nota­leg­an bú­stað sem hef­ur verið inn­réttaður á fal­leg­an máta. 

Í sann­kallaðri vetr­arp­ara­dís í Viken í Nor­egi er að finna afar nota­leg­an bú­stað sem hef­ur verið inn­réttaður á fal­leg­an máta. 

Nú­tíma­leg­ar inn­rétt­ing­ar og fal­leg­ur viður í lofti og veggj­um mæt­ast í hús­inu og skapa þessa ljúfu bú­staðastemn­ingu sem okk­ur dreym­ir um. Mik­il loft­hæð og gólfsíðir glugg­ar gefa hús­inu svo mik­inn glæsi­brag.

Dökki viður­inn spil­ar án efa lyk­il­hlut­verk í bú­staðnum, en til móts við hann hef­ur bæði mjúk­um ljós­um litatón­um og svört­um við verið komið fyr­ir sem skapa skemmti­leg­an kontr­ast í rým­um húss­ins.

Fal­leg­ar og lát­laus­ar jóla­skreyt­ing­ar

Bú­staður­inn hef­ur verið skreytt­ur fyr­ir jól­in á sjarmer­andi og mini­malísk­an máta. Efniviður úr nátt­úr­unni er í for­grunni í skreyt­ing­un­um sem eru í senn ein­fald­ar og lát­laus­ar. Frá hús­inu er svo guðdóm­legt út­sýni yfir nátt­úru­feg­urðina í kring, en um leið og það snjó­ar fer bú­staður­inn sjálf­krafa í afar jóla­leg­an bún­ing. 

Alls eru fimm svefn­her­bergi og tvö baðher­bergi í bú­staðnum, en eft­ir kald­an vetr­ar­dag er til­valið að hlýja sér í saunu sem er á öðru baðher­berg­inu. Hægt er að leigja bú­staðinn út á bók­un­ar­vef Airbnb, en þar er svefn­pláss fyr­ir allt að ell­efu gesti hverju sinni. 

Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is