Breyta reglum um greiðsluþátttöku vegna Ozempic

Þyngdarstjórnunarlyf | 5. desember 2023

Breyta reglum um greiðsluþátttöku vegna Ozempic

Kostnaður Sjúkratrygginga vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Lyf sem hér um ræðir eru meðal annars lyfið Ozempic.

Breyta reglum um greiðsluþátttöku vegna Ozempic

Þyngdarstjórnunarlyf | 5. desember 2023

Ozempic er sykursýkislyf en hefur verið notað til að sporna …
Ozempic er sykursýkislyf en hefur verið notað til að sporna gegn offitu. AFP/Joel Saget

Kostnaður Sjúkra­trygg­inga vegna syk­ur­sýk­is­lyfja sem einnig eru notuð til þyngd­ar­stjórn­un­ar hef­ur tólffald­ast á síðustu fimm árum. Lyf sem hér um ræðir eru meðal ann­ars lyfið Ozempic.

Kostnaður Sjúkra­trygg­inga vegna syk­ur­sýk­is­lyfja sem einnig eru notuð til þyngd­ar­stjórn­un­ar hef­ur tólffald­ast á síðustu fimm árum. Lyf sem hér um ræðir eru meðal ann­ars lyfið Ozempic.

Auk Ozempic-lyfs­ins er einnig um að ræða lyf­in Ry­bels­us, Wegovy, Liragluti­de, Victoza og Sax­enda, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Sjúkra­trygg­inga. 

Eft­ir­spurn mik­il og valdið skorti

Árið 2019 var tæp­lega 1.700 ein­stak­ling­um ávísað lyfj­um af þessu tagi með greiðsluþátt­töku Sjúkra­trygg­inga. Árið 2023 er fjöldi ein­stak­linga orðinn rúm­lega 8.000. Þar að auki eru um 4.000 manns til viðbót­ar sem taka lyf­in en upp­fylla ekki skil­yrði um greiðsluþátt­töku.

Það er því ljóst að eft­ir­spurn­in eft­ir lyfj­un­um er mik­il og hef­ur valdið skorti á Ozempic.

Hef­ur regl­um um greiðsluþátt­töku því verið breytt og skerpt á skil­yrðum sem und­ir­strika að Ozempic er aðeins fyr­ir fólk sem er greint með syk­ur­sýki.

Prófi fyrst önn­ur syk­ur­sýk­is­lyf

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Sjúkra­trygg­inga hef­ur verið gripið til þeirra ráða að end­ur­skoða regl­ur og viðmið um greiðsluþátt­töku.

Hef­ur sú krafa verið gerð að ein­stak­ling­ar með syk­ur­sýki II prófi fyrst önn­ur syk­ur­sýk­is­lyf í hálft ár áður en þeir fá þessi lyf upp­áskrifuð.

Þá hef­ur einnig verið ákveðið að hætta greiðsluþátt­töku vegna Sax­enda sem meðferð gegn offitu, þar sem Wegovy hef­ur skilað betri ár­angri og er ódýr­ara. 

Lík­ur á þyngd­ar­aukn­ingu mikl­ar þegar hætt er á lyf­inu

Við mat á aðgerðum var litið til reglna í ná­granna­lönd­um, auk þess sem byggt var á heilsu­hag­fræðilegu mati frá Nor­egi. Engu að síður er eng­in greiðsluþátt­taka fyr­ir Wegovy í Svíþjóð og Finn­landi og eru skil­yrðin strang­ari í Dan­mörku og Nor­egi. 

Þá bend­ir heilsu­hag­fræðilegt mat á ávinn­ingi til þess að ár­ang­ur af lyfjameðferð einni og sér sé of lít­ill miðað við kostnað.

Ekki eru komn­ar fram rann­sókn­ir sem lýsa lang­tíma­áhrif­um af þess­ari meðferð en rann­sókn­ir benda hins veg­ar til þess að lík­ur á þyngd­ar­aukn­ingu séu mikl­ar þegar hætt er á lyf­inu.

Tæp­lega 15% af heild­ar­út­gjöld­um

Árið 2018 var kostnaðarþátt­taka Sjúkra­trygg­inga 163 millj­ón­ir vegna lyfja af þess­ari gerð en á þessu ári er kostnaður­inn orðinn 1,9 millj­arðar nú í lok nóv­em­ber. 

Tæp­lega 15% af heild­ar­út­gjöld­um Sjúkra­trygg­inga til lyfja fer í að niður­greiða blóðsyk­urs­lækk­andi lyf, önn­ur en insúlín, en syk­ur­sýk­is­lyf sem einnig eru notuð til þyngd­ar­stjórn­un­ar eru meg­in­uppistaðan í þeim kostnaði.

mbl.is