Brim seldi nýkeypt skip vegna veiðibanns

Brim | 5. desember 2023

Brim seldi nýkeypt skip vegna veiðibanns

Frystitogarinn sem Brim hf. keypti frá Grænlandi á 2,9 milljarða króna hefur verið seldur aftur til Grænlands. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir bann við djúpkarfaveiðum sem hafi komið á óvart hafi verið helsta ástæða þess að selja þurfti skipið. „Það er bara allt í einu hægt að banna alfarið veiðar á einni tegund sem veiðist sem meðafli með því að ráðuneytið breyti nýtingarstefnu án þess að ráðfæra sig við nokkurn mann.“

Brim seldi nýkeypt skip vegna veiðibanns

Brim | 5. desember 2023

Þerney RE-3, nú Tasermiut GR 1-1, var í eigu Brims …
Þerney RE-3, nú Tasermiut GR 1-1, var í eigu Brims í stutta stund. mbl.is/Þorgeir

Frysti­tog­ar­inn sem Brim hf. keypti frá Græn­landi á 2,9 millj­arða króna hef­ur verið seld­ur aft­ur til Græn­lands. Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, seg­ir bann við djúpkarfa­veiðum sem hafi komið á óvart hafi verið helsta ástæða þess að selja þurfti skipið. „Það er bara allt í einu hægt að banna al­farið veiðar á einni teg­und sem veiðist sem meðafli með því að ráðuneytið breyti nýt­ing­ar­stefnu án þess að ráðfæra sig við nokk­urn mann.“

Frysti­tog­ar­inn sem Brim hf. keypti frá Græn­landi á 2,9 millj­arða króna hef­ur verið seld­ur aft­ur til Græn­lands. Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, seg­ir bann við djúpkarfa­veiðum sem hafi komið á óvart hafi verið helsta ástæða þess að selja þurfti skipið. „Það er bara allt í einu hægt að banna al­farið veiðar á einni teg­und sem veiðist sem meðafli með því að ráðuneytið breyti nýt­ing­ar­stefnu án þess að ráðfæra sig við nokk­urn mann.“

Í vor festi Brim kaup á græn­lenska frysti­tog­ar­an­um Tu­ukkaq af Tu­ukkaq Trawl AS sem er hlut­deild­ar­fé­lag Royal Green­land AS. Tog­ar­inn fékk nafnið Þer­ney RE-3 og stóð til að gera skipið út á teg­und­ir sem ekki eru hefðbundn­ar flaka­teg­und­ir, en ný­verið var ákveðið að selja skipið og hef­ur það nú fengið nafnið Tasermiut GR 1-1 og verður gert út frá Nanortalik.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims. mbl.is/​Hall­ur Már

„Mat­vælaráðuneytið breytti nýt­ing­ar­stefnu í djúpkarfa án þess að tala við grein­ina og þar af leiðandi er bara búið að banna að veiða þessa teg­und. Það lít­ur illa út fyr­ir Ísland því þá lít­ur út eins og við séum ekki að standa okk­ur í fisk­veiðistjórn­un, en það er ekk­ert mál að veiða þessa teg­und. Hann veiðist sem meðafli á miðunum og með því að banna djúpkarfa­veiðar er verið að teppa aðrar veiðar svo sem veiðar á grá­lúðu og gulllax,“ seg­ir Guðmund­ur.

Ekki ráðgjöf­inni að kenna

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlagði að eng­ar veiðar á djúpkarfa yrðu stundaðar fisk­veiðiárið 2023/​2024 og vísaði stofn­un­in til þess að ákveðið hafði verið á rýnifundi fyrr á ár­inu að beita nýrri stofn­matsaðferð fyr­ir djúpkarfa í sam­ræmi við nýj­ar leiðbein­ing­ar Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) og voru sam­hliða nýir viðmiðun­ar­punkt­ar fyr­ir stofn­inn skil­greind­ir.

Guðmund­ur seg­ir þó ekki vand­ann vera tengt ráðgjöf­inni þó fólk kunni að hafa ýms­ar skoðanir á hinum nýju aðferðum.

„Haf­rann­sókna­stofn­un ger­ir bara rann­sókn­ir og veit­ir ráðgjöf, en ráðuneytið er með nýt­ing­ar­stefn­una og við þurf­um að taka til­lit til efna­hags­legra þátta þar. Við hefðum kannski getað minnkað veiðina á djúpkarfa, en banna ekki al­gjör­lega veiðarn­ar. Rúss­ar veiða djúpkarfa hérna rétt fyr­ir utan 200 míl­urn­ar, Fær­ey­ing­ar veiða djúpk­ara, Græn­lend­ing­ar veiða djúpkarfa og Norðmenn veiða djúpkarfa.“

mbl.is