Falsaðir Ozempic-pennar komust ekki í umferð á Íslandi

Dagmál | 5. desember 2023

Falsaðir Ozempic-pennar komust ekki í umferð á Íslandi

Falsaðir Ozempic-pennar, sem Lyfjastofnun varaði við í október, komust ekki í dreifingu á Íslandi. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í viðtali í Dagmálum. 

Falsaðir Ozempic-pennar komust ekki í umferð á Íslandi

Dagmál | 5. desember 2023

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:44
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:44
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Falsaðir Ozempic-penn­ar, sem Lyfja­stofn­un varaði við í októ­ber, komust ekki í dreif­ingu á Íslandi. Þetta staðfest­ir Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, í viðtali í Dag­mál­um. 

Falsaðir Ozempic-penn­ar, sem Lyfja­stofn­un varaði við í októ­ber, komust ekki í dreif­ingu á Íslandi. Þetta staðfest­ir Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, í viðtali í Dag­mál­um. 

Lyfja­stofn­un Evr­ópu varaði við fölsuðum penn­um á markaði og það sama gerði Lyfja­stofn­un hér á landi. 

Ozempic er syk­ur­sýk­is­lyf sem einnig hef­ur verið til þyngd­ar­stjórn­un­ar. Skort­ur hef­ur verið á lyf­inu síðustu mánuði.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar. Sam­sett mynd

Svart­ur markaður með lyf gæti stækkað

Rúna seg­ir að vegna rekj­an­leika inn­an lyfja­kerf­is­ins hafi verið unnt að rekja fölsku penn­ana og tryggja að þeir færu ekki í um­ferð. Hún seg­ist ekki hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að slík at­vik verði tíðari vegna skorts á lyf­inu. 

Held­ur hef­ur hún meiri áhyggj­ur af því að svarti markaður­inn með slík lyf stækki. Unnt er að kaupa ýmis lyf af svört­um markaði á net­inu og seg­ir Rúna það meira vera lyf í töflu­formi, frek­ar en stungu­lyf á borð við Ozempic. 

Mynd/​Lyfja­stofn­un

Regl­um breytt til að sporna við skorti

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands greindu frá því í morg­un að regl­um um greiðsluþátt­töku hefði verið breytt. Um átta þúsund manns eru á lyf­inu á Íslandi með greiðsluþátt­töku Sjúkra­trygg­inga Íslands. Þar að auki eru um fjög­ur þúsund sem nota lyfi að staðaldri, en upp­fylla ekki skil­yrði um greiðsluþátt­töku. 

Hef­ur sú krafa verið gerð að ein­stak­ling­ar með syk­ur­sýki týpu 2 prófi fyrst önn­ur syk­ur­sýk­is­lyf í hálft ár áður en þeir fá þessi lyf upp­áskrifuð.

Þá hef­ur einnig verið ákveðið að hætta greiðsluþátt­töku vegna Sax­enda sem meðferð gegn offitu, þar sem Wegovy hef­ur skilað betri ár­angri og er ódýr­ara.

mbl.is