Lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar

Raunveruleikaþættir | 5. desember 2023

Lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar

Nýlega var raunveruleikastjarnan Jennifer Fessler lögð inn á spítala vegna alvarlegra aukaverkana af „töfralyfinu“ í Hollywood, sykursýkislyfinu Ozempic.

Lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar

Raunveruleikaþættir | 5. desember 2023

Real Housewives of New Jersey-stjarnan Jennifer Fessler var nýverið lögð …
Real Housewives of New Jersey-stjarnan Jennifer Fessler var nýverið lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar. Skjáskot/Instagram

Ný­lega var raun­veru­leika­stjarn­an Jenni­fer Fessler lögð inn á spít­ala vegna al­var­legra auka­verk­ana af „töfra­lyf­inu“ í Hollywood, syk­ur­sýk­is­lyf­inu Ozempic.

Ný­lega var raun­veru­leika­stjarn­an Jenni­fer Fessler lögð inn á spít­ala vegna al­var­legra auka­verk­ana af „töfra­lyf­inu“ í Hollywood, syk­ur­sýk­is­lyf­inu Ozempic.

Fessler fer með hlut­verk í raun­veru­leikaþátt­un­um Real Hou­sewi­ves of New Jers­ey og held­ur einnig úti hlaðvarp­inu Two Jers­ey Js þar sem hún opnaði sig á dög­un­um um notk­un á lyf­inu sem ætlað er syk­ur­sjúk­um til að létt­ast. Hins veg­ar hafa fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur notað lyfið í þeim til­gangi, en því geta þó fylgt ýms­ar auka­verk­an­ir. 

„Ég hef verið á, og ég ætla ekki að kalla það Ozempic – það hef­ur verið notað sem regn­hlíf­a­hug­takið. En ég hef verið á semaglútíð í meira en ár núna og ég hef grennst kannski um 22 kíló,“ sagði Fessler, en semaglútíð er virka efnið í lyfj­um eins og Ozempic.

„Ég er ekki hrædd við Ozempic en ég skal segja ykk­ur að ég hef upp­lifað reynslu sem var ekki góð – og ég er nokkuð viss um að það hafi verið vegna semaglútíðsins – þar sem ég þurfti að fara á spít­ala vegna sýk­ing­ar í þörm­um ... og ég er samt ekki hrædd við lyfið,“ bætti hún við. 

Létt­ist á pitsu, beygl­um og ís

Fessler út­skýrði að ein af auka­verk­un­um lyfs­ins geti verið hægðat­regða sem hún hafi sjálf upp­lifað í nokk­urn tíma. „Ég drakk ekk­ert vatn, borðaði ekk­ert græn­meti vegna þess að það sem var að ger­ast var ný reynsla fyr­ir mig, að geta borðað það sem ég vil, jafn­vel þegar það er ekki holl­asti kost­ur­inn, og samt verið að létt­ast. Svo í fyrsta skipti á æv­inni var ég að létt­ast á pitsu, beygl­um og ís,“ út­skýrði hún. 

„Að því sögðu tók ég eft­ir því að ég var með hægðat­regðu en gerði ekk­ert í því,“ sagði hún. „Ég hafði ekki farið á kló­settið í viku, og síðan voru liðnar ein og hálf vika.“

Eft­ir spít­alainn­lögn­ina seg­ist Fessler ekki hafa átt í vand­ræðum með hægðat­regðu, en hún viður­kenn­ir þó að hún hafi upp­lifað aðra al­genga auka­verk­un af lyf­inu sem er vöðvatap. Þá sagðist hún einnig hafa áttað sig á að það væri ekki hollt að létt­ast með því að taka lyf en lifa svo á frönsk­um og óhollri fæðu, en núna hef­ur hún ráðið einkaþjálf­ara og ætl­ar að huga bet­ur að lífs­stíl sín­um. 

mbl.is