Íslenska námskráin ávísun á hrun

Íslenska | 7. desember 2023

Íslenska námskráin ávísun á hrun

Námskrá yfirvalda fyrir íslenska grunnskóla leggur lélegar línur fyrir kennara landsins. Yfirstandandi breytingavinna á henni mun litlu skila og grunnskólarnir eru að bregðast þeim sem síst skyldi.

Íslenska námskráin ávísun á hrun

Íslenska | 7. desember 2023

Annar hver fimmtán ára drengur getur ekki lesið sér til …
Annar hver fimmtán ára drengur getur ekki lesið sér til gagns, að lokinni tíu ára skólagöngu. mbl.is/Hari

Nám­skrá yf­ir­valda fyr­ir ís­lenska grunn­skóla legg­ur lé­leg­ar lín­ur fyr­ir kenn­ara lands­ins. Yf­ir­stand­andi breyt­inga­vinna á henni mun litlu skila og grunn­skól­arn­ir eru að bregðast þeim sem síst skyldi.

Nám­skrá yf­ir­valda fyr­ir ís­lenska grunn­skóla legg­ur lé­leg­ar lín­ur fyr­ir kenn­ara lands­ins. Yf­ir­stand­andi breyt­inga­vinna á henni mun litlu skila og grunn­skól­arn­ir eru að bregðast þeim sem síst skyldi.

Þetta seg­ir Jón Pét­ur Zimsen, aðstoðarskóla­stjóri Rétt­ar­holts­skóla.

Niður­stöður PISA 2022 sýna að 40% pró­sent fimmtán ára nem­enda á Íslandi búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi. Ann­ar hver dreng­ur á þeim aldri get­ur ekki lesið sér til gagns. Jafn­framt búa 32% stúlkna á sama aldri ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi.

Minna talað við stráka

„Hvað varðar lesskiln­ing er al­mennt talað minna við stráka á meðan þeir eru smá­börn og þeir eru lík­legri til að detta inn í tölvu­leiki, þar sem þeir geta upp­lifað ósigra án þess að vera niður­lægðir,“ svar­ar Jón Pét­ur, spurður út í þessa skekkju á milli kynja.

Drengj­um þyki erfiðara að sýna fram á að þeir séu lé­legri held­ur en aðrir. Þeir séu seinni til við málþroska og í þeim efn­um fái þeir meiri nei­kvæða at­hygli held­ur en stúlk­ur.

„Þær hegða sér að jafnaði bet­ur, þótt það sé kannski eitt­hvað að breyt­ast. Strák­arn­ir eru meira í leikj­um en stelp­urn­ar að skrifa og að tala sam­an.“

„Árangur er orð sem lítið er notað í skólastarfi. Það …
„Árang­ur er orð sem lítið er notað í skóla­starfi. Það er verið að tala um fjöl­breytt­ar kennsluaðferðir en ekki ár­ang­urs­rík­ar kennsluaðferðir,“ seg­ir Jón Pét­ur við mbl.is. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Þetta er ákveðin nátt­úru­gáfa“

Spurður út í kenn­ara­námið, þar sem krafa hef­ur verið lögð á lengd náms­ins und­an­far­in ár, svar­ar Jón Pét­ur: 

„Þetta er ákveðin nátt­úru­gáfa. Þú get­ur æft fót­bolta eða spilað á hljóðfæri í óra­tíma og ekki getað neitt. Við þurf­um fleira fólk sem hjálp­ar öðrum kenn­ur­um að verða betri.“

Aðstoðarskóla­stjór­inn bend­ir á að þar sem fimmta og sein­asta ár kenn­ara­náms­ins sé orðið að starfs­náms­ári sé í raun þegar búið að stytta sjálft námið niður í fjög­ur ár.

Hann vill aft­ur á móti frek­ar að fólk í námi um­gang­ist af­burðakenn­ara í tvö ár, kenni með þeim og læri af þeim sem hafa náð ár­angri.

„Árang­ur er orð sem lítið er notað í skóla­starfi. Það er verið að tala um fjöl­breytt­ar kennsluaðferðir en ekki ár­ang­urs­rík­ar kennsluaðferðir.“

Kenn­ar­ar vita ekki hvað þeir eiga að kenna

Hann full­yrðir að búið sé að gera um­hverfi kenn­ara erfitt.

„Það er svo­lítið verið að út­hýsa kenn­ur­um og að gervi­greind­in eigi að sjá um þetta allt sam­an. Það er al­gjör­lega röng nálg­un. Góður kenn­ari get­ur náð ár­angri hvar sem er, en slak­ur kenn­ari nær ekki ár­angri með alla heims­ins mestu tækni í kring­um sig,“ seg­ir Jón Pét­ur.

„Nám­skrá­in okk­ar er þannig að það er ekk­ert inni­hald í henni. Íslensk­ir kenn­ar­ar vita ekki ná­kvæm­lega hvað þeir eiga að kenna,“ bæt­ir hann við.

„Það er fullt af flottu fólki í kennslu en nám­skrá­in til­tek­ur ekk­ert sér­stakt sem á að kenna. Þetta er allt opið. Öll þekk­ing­ar­atriði eru tek­in út og þetta er ávís­un á hrun, eins og þessi niðurstaða í PISA-könn­un­inni lýs­ir, sem mun halda áfram.“

Jón Pétur segir börn og foreldra hafa talað meira saman …
Jón Pét­ur seg­ir börn og for­eldra hafa talað meira sam­an áður. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Breyt­ing­arn­ar munu litlu skila

„Núna er verið að vinna að ein­hverj­um breyt­ing­um á henni,“ seg­ir hann um nám­skrána.

„En sú breyt­inga­vinna – ég held að hún verði ekki til þess að bæta ástandið svo nokkru nemi. Það þyrfti í raun að tengja náms­sál­ar­fræði inn í þetta, sem vant­ar al­gjör­lega inn í kenn­ara­námið, sem snýr að því hvernig fólk lær­ir.“

TIl að ít­reka áherslu sína á grunnþætti náms­ins um­fram fjöl­breytni tek­ur hann dæmi um hvernig fólk lær­ir á hljóðfæri.

„Þú byrj­ar fyrst á litl­um nót­um og spil­ar næst „Mæja átti lítið lamb“, áður en þú ferð að spila Beet­ho­ven. Það sama gild­ir um íþrótt­ir. Þú lær­ir aðhlaup í spjót­kasti og hvernig þú held­ur í spjótið, áður en þú ferð að reyna að kasta ein­hverja átta­tíu metra.“

Horfið frá grunn­in­um gagn­rýn­is­laust

Hann seg­ir fáa ein­stak­linga með mik­il völd hafa ráðið stefn­unni hvað þetta varðar.

„Þetta eru ekki marg­ir ein­stak­ling­ar, en þeir hafa ein­hvern veg­inn kynnt þetta þannig að tækn­in og gervi­greind muni leysa allt af hólmi. En til að geta nýtt sér tækni og gervi­greind þarftu raun­greind. Og raun­greind er ekk­ert flók­in og fín – þú bygg­ir bara orðaforða. Því meiri orðaforða sem þú ert með, þeim mun bet­ur get­urðu sett þig inn í mál­in, því lík­legri ertu til að skapa eitt­hvað, því lík­legri ertu til að geta gagn­rýnt hluti, og svo fram­veg­is,“ seg­ir Jón Pét­ur.

„Þessi grunn­ur – við höf­um bara horfið frá hon­um á síðustu árum. Og þetta hef­ur svona nokk­urn veg­inn gagn­rýn­is­laust gerst, hægt og ró­lega, af því að það hafa líka sterk öfl verið að verki.“

Jón Pétur segir að kennsluhæfni sé „ákveðin náttúrugáfa“.
Jón Pét­ur seg­ir að kennslu­hæfni sé „ákveðin nátt­úru­gáfa“. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Töluðum meira sam­an fyr­ir tíu árum

Sem dæmi um þessi sterku öfl nefn­ir hann banda­rísku ris­ana Microsoft, Google, Apple og Meta.

„Þetta eru risa­fyr­ir­tæki sem eru bara með her manns í vinnu við að ánetja fólk klukku­stund­um sam­an í að gera eitt­hvað annað en að tala hvort við annað. Fólk er hætt að tala sam­an á kvöld­in, það er hver í sínu tæki,“ seg­ir Jón Pét­ur.

„Í gamla daga, eða í raun bara fyr­ir tíu árum síðan, þá talaði fólk miklu meira sam­an. Það var sam­eig­in­leg upp­lif­un. Þú horfðir á það sama í sjón­varp­inu og pabbi þinn, þið kannski töluðuð um þátt­inn og þar með jókst orðaforðinn pínu­lítið.

Þetta eru eng­in geim­vís­indi – þetta er orðaforði og hug­taka­skiln­ing­ur, og þetta á við um all­ar náms­grein­ar. Í grunn­skóla­lög­um seg­ir að við eig­um að gera þetta. Við erum ekki að sinna þessu. Við erum að taka tæki­færi af þeim sem standa höllust­um fæti í sam­fé­lag­inu.“

Hann held­ur áfram:

„Börn sem eiga for­eldra, þar sem eru þúsund bæk­ur á heim­il­inu og það er búið að lesa fyr­ir þau á kvöld­in frá því þau voru sex ára – þau geta jafn­vel bara verið með eld­spýtu­stokk sem kenn­ara. Þau eru með svo gott bak­land. En það eru hinir sem við erum að bregðast. Því skól­inn á að vera jöfn­un­ar­tæki.“

mbl.is