Myglugró greindust í leikskóla

Mygla í húsnæði | 7. desember 2023

Myglugró greindust í leikskóla

Myglugró greindust í sýni sem tekið var í þakrými leikskólans Efstahjalla í Kópavogi.

Myglugró greindust í leikskóla

Mygla í húsnæði | 7. desember 2023

Leikskólinn Efstihjalli í Kópavogi.
Leikskólinn Efstihjalli í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

Myglu­gró greind­ust í sýni sem tekið var í þak­rými leik­skól­ans Efsta­hjalla í Kópa­vogi.

Myglu­gró greind­ust í sýni sem tekið var í þak­rými leik­skól­ans Efsta­hjalla í Kópa­vogi.

Þetta staðfest­ir Sig­ríður Björg Tóm­as­dótt­ir, al­manna­teng­ill Kópa­vogs­bæj­ar.

Sýnið var tekið í nóv­em­ber og fund­ust myglu­gró í snef­il­magni. Full­trú­ar heil­brigðis­eft­ir­lits­ins hafa kannað aðstæður og mátu þeir ekki til­efni til að loka skól­an­um. 

Nokkr­um rým­um hef­ur þó verið lokað í sam­ráði við starfs­fólk og kenn­ara, nán­ar til­tekið hreyfisal, sér­kennslu­rými og sal­erni starfs­fólks. Lok­un­in er sögð hafa óveru­leg áhrif á starf­semi leik­skól­ans.

Búið að taka sýni

Fundað var með for­eldr­um vegna máls­ins síðastliðinn mánu­dag.

Að sögn Sig­ríðar er búið að taka fleiri sýni um all­an leik­skól­ann og má bú­ast við niður­stöðum þeirra inn­an þriggja vikna. 

Þá verður alls­herj­ar hrein­gern­ing í leik­skól­an­um um helg­ina og er stefnt að því að skipta um ein­angr­un í þak­rými. Eiga þær fram­kvæmd­ir að hefjast eft­ir helgi og er áætlað að þeim verði lokið fyr­ir jól.

mbl.is