Ísfélagið hækkar í yfir 1,4 milljarða viðskiptum

Ísfélag hf | 8. desember 2023

Ísfélagið hækkar í yfir 1,4 milljarða viðskiptum

Hlutabréf Ísfélagsins hafa hækkað í fyrstu viðskiptum í dag, en bréf félagsins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag eftir útboð sem lauk 2. desember.

Ísfélagið hækkar í yfir 1,4 milljarða viðskiptum

Ísfélag hf | 8. desember 2023

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hringdi inn fyrstu viðskiptin …
Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hringdi inn fyrstu viðskiptin þegar viðskipti með bréf félagsins hófust í Kauphöllinni í morgun. Ljósmynd/Nasdaq

Hlutabréf Ísfélagsins hafa hækkað í fyrstu viðskiptum í dag, en bréf félagsins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag eftir útboð sem lauk 2. desember.

Hlutabréf Ísfélagsins hafa hækkað í fyrstu viðskiptum í dag, en bréf félagsins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag eftir útboð sem lauk 2. desember.

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi félagsins, hringdi inn fyrstu viðskiptin ásamt barnabörnum sínum, þeim Magnúsi og Sigurði, um borð í Sigurði VE við Vestmannaeyjahöfn í morgun.

Hluti af stjórnarfólki Ísfélagsins um borð í Sigurði VE við …
Hluti af stjórnarfólki Ísfélagsins um borð í Sigurði VE við Vestmannaeyjahöfn þegar fyrstu viðskiptin voru hringd inn. Ljósmynd/Nasdaq

Í hlutabréfaútboðinu var útboðsgengið í áskriftarbók A 135 kr. á hlut, en þar var um að ræða samtals 3,2 milljarða söluandvirði. Í áskriftarbók B, sem ætluð var fagfjárfestum, var endanlegt útboðsgengi 155 kr. á hlut og nam söluandvirði þess hlutar 14,8 milljörðum. Samtals bárust áskriftir að andvirði 58 milljarða í útboðinu, eða um fjórföld eftirspurn.

Gengi bréfa Ísfélagsins í hádeginu var 163 krónur á hlut og hafði því hækkað um tæplega 21% frá útboðsgengi í áskriftarbók A, en um 5% frá útboðsgengi í áskriftarbók B.

Þá hefur jafnframt verið birtur listi yfir 20 stærstu hluthafa í félaginu eftir útboðið. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda hennar eru áfram stærsti hluthafinn með 49,1% hlut og félagið Marteinn Haraldsson ehf., sem aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, Ólafur Marteinsson á meðal annars hlut í, á 11,4%.

Ísfélagið tekið til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar.
Ísfélagið tekið til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Ljósmynd/Nasdaq
  1. ÍV fjárfestingafélag ehf. – 49,1%
  2. Marteinn Haraldsson ehf. – 11,4%
  3. Gunnar Sigvaldason – 6,3%
  4. Svavar Berg Magnússon – 3,2%
  5. Lífeyrissjóður verzlunarmanna – 2,8%
  6. Anna ehf. – 2,3%
  7. Frjálsi lífeyrissjóðurinn – 1,6%
  8. Jón Ingvar Þorvaldsson – 1,4%
  9. Fimman ehf. – 1,4%
  10. Stapi lífeyrissjóður – 1,0%
  11. Guðmundur Sigurðsson – 0,9%
  12. Valgerður Sigurðardóttir – 0,9%
  13. Friðgeir Sigurðarson – 0,9%
  14. Karlsberg ehf. – 0,8%
  15. Almenni lífeyrissjóðurinn – 0,6%
  16. Hali ehf. – 0,6%
  17. Júlía Petra Andersen – 0,4%
  18. Ágúst Bergsson – 0,3%
  19. Kristín Bergsdóttir – 0,3%
  20. Rúnar Marteinsson – 0,3%
mbl.is