Létu gervigreindina líta betur út en í raun

Gervigreind | 8. desember 2023

Létu gervigreindina líta betur út en í raun

Myndskeið sem á að sýna færnissvið nýs gervigreindarlíkans frá tæknirisanum Google var klippt til þess að láta tæknina líta betur út.

Létu gervigreindina líta betur út en í raun

Gervigreind | 8. desember 2023

Gemini er nýtt gervigreindarlíkan frá Google.
Gemini er nýtt gervigreindarlíkan frá Google. AFP

Myndskeið sem á að sýna færnissvið nýs gervigreindarlíkans frá tæknirisanum Google var klippt til þess að láta tæknina líta betur út.

Myndskeið sem á að sýna færnissvið nýs gervigreindarlíkans frá tæknirisanum Google var klippt til þess að láta tæknina líta betur út.

Gemini er nafn nýs gervigreindarlíkans Google, sem frumsýndi líkanið með nýju myndskeiði á dögunum.

Myndskeiðið sýnir hnökralaus samskipti á milli gervigreindarinnar og notanda hennar, þar sem Gemini virðist svara spurningum og túlka það sem hún sér á myndskeiði í rauntíma. Myndskeiðið hefur fengið tæplega tvær milljónir áhorfa.

Hröðuðu myndskeiðinu svo Gemini virtist fljótara að svara 

Aftur á móti skrifaði tæknirisinn í lýsingu myndskeiðsins búið væri að umbreyta myndbandinu og flýta fyrir svörum gervigreindarinnar.

Þar að auki hefur Google nú viðurkennt að gervigreindin hafi heldur ekki verið að bregðast við rödd notandans, né heldur því sem hún sá á myndskeiðinu.

Í kjölfar þess staðfesti talsmaður Google í samtali við breska ríkisútvarpið að myndbandið hefði í rauninni verið búið til með því að láta gervigreindina bregðast við stökum myndum úr myndskeiðinu. Auk þess hefði gervigreindin fengið beiðnirnar í skrifuðu máli, en ekki mæltu máli eins og myndbandið gefur í skyn.

Myndabandið „sýnir raunverulegar beiðnir og svör frá Gemini,“ segir talsmaður Google við BBC. „Við gerðum það til þess að sýna færnisvið Gemini til þess að veita forriturum innblástur.“

Flýtur gúmmíöndin?

Í myndskeiðinu spyr notandi gervigreindarinnar nokkurra spurninga og sýnir henni jafnframt hluti á skjánum, sem Gemini ber kennsl á.

Svo dæmi sé tekið, sýnir notandinn gervigreindinni m.a. gúmmíönd og spyr Gemini hvort hluturinn geti flotið.

Fyrst er gervigreindin óviss um það úr hvaða efni öndin er gerð en þegar notandinn kreistir öndina, sem gefur frá sé tilheyrandi tíst, nær Gemini að bera kennsl á hlutinn.

mbl.is