Herramenn vilja vandaðar jólagjafir úr góðum efnum. Þeir vilja eitthvað sem endist og eitthvað sem tekið er eftir. Hér er að finna sniðugar jólagjafahugmyndir fyrir herrann í lífi þínu.
Herramenn vilja vandaðar jólagjafir úr góðum efnum. Þeir vilja eitthvað sem endist og eitthvað sem tekið er eftir. Hér er að finna sniðugar jólagjafahugmyndir fyrir herrann í lífi þínu.
Það klikkar ekki að gefa eitthvað sem nýtist í áhugamálinu. Stundar herrann golf eða fer reglulega á skíði? Svo þurfa allir karlmenn að klæða sig, þá getur verið sniðugt að bæta fallegri skyrtu við fataskápinn.
Klæddu pútterinn þinn upp á svalan hátt þegar þú ert ekki að nota hann. Þessi pútterhlíf fæst í Golfskálanum og kostar 6.900 krónur.
Vertu flottasti herrann í brekkunni í vetur með skíðagleraugu frá UVEX. Skíðagleraugun fást í Útilífi og kosta 39.900 krónur.
EGF-handaserum frá Bioeffect er tilvalin jólagjöf. Það kostar 3.992 kr.
Útivistarherrar þurfa að eiga flísvesti í veiðina. Þetta er frá Patagonia og fæst í Fjallakofanum. Það kostar 18.995 kr.
Það er nauðsynlegt að eiga eina stuttermaskyrtu til að nota á laugardögum. Þessi er frá Patagonia og fæst í Fjallakofanum. Hún kostar 6.000 kr.
Herranum má alls ekki verða kalt. Þessir hanskar fást í Hrími og kosta 6.990 kr.
Hálfrennd kaðlapeysa úr 100% ull fer vel í jólapakka. Hún er frá Selected og kostar 19.990 kr.
Sveinn Kjarval hannaði þennan stól og nýtur hann vinsælda. Hann fæst í Epal og kostar 139.800 kr.
Hetjurnar í lífi okkar þurfa að vera sérmerktar ef ske kynni að þær gleymdu því að þær eru aðal. Þessi bolli er frá Design Letters og kostar 3.250 kr. Hann fæst í Epal.
Les Deaux-leðurbelti í brúnum lit er eitthvað sem herramenn hafa not fyrir. Það fæst í Herragarðinum og kostar 8.784 kr.
Ef þér finnst herrann í fjölskyldunni þinni drekka of lítið þá er tilvalið að gefa honum smart vasapela. Hann fæst hjá Kormáki og Skildi og kostar 9.900 kr.
Köflóttur trefill minnir á herramenn breskra sveita sem lifa góðu lífi. Þessi fæst í Verslun Guðsteins og kostar 9.900 kr.
Skyrta með hvítum kraga er alltaf heillandi. Þessi fæst hjá Kormáki og Skildi og kostar 21.900 kr.