Fyndnustu jólagjafir allra tíma

Sniðugar jólagjafir | 10. desember 2023

Fyndnustu jólagjafir allra tíma

Komdu fjölskyldu og vinum á óvart með smá sprelli í jólapakkanum fyrir þessi jól. Hvort sem jólagjöfin í ár er gervikúkur, fyndinn bolli eða kalkúnahattur þá á hún eflaust eftir að slá í gegn.

Fyndnustu jólagjafir allra tíma

Sniðugar jólagjafir | 10. desember 2023

Komdu á óvart um jólin.
Komdu á óvart um jólin. Samsett mynd

Komdu fjölskyldu og vinum á óvart með smá sprelli í jólapakkanum fyrir þessi jól. Hvort sem jólagjöfin í ár er gervikúkur, fyndinn bolli eða kalkúnahattur þá á hún eflaust eftir að slá í gegn.

Komdu fjölskyldu og vinum á óvart með smá sprelli í jólapakkanum fyrir þessi jól. Hvort sem jólagjöfin í ár er gervikúkur, fyndinn bolli eða kalkúnahattur þá á hún eflaust eftir að slá í gegn.

Það eru margir sem gefa skemmtilegar og fyndnar gjafir um jólin. Breska konungsfjölskyldan er með þá hefð að gefa fyndnar og skemmtilegar jólagjafir. Hér eru hugmyndir fyrir grínistann í fjölskyldunni. 

Gervikúkur er gjöf sem slær í gegn hjá fólki á …
Gervikúkur er gjöf sem slær í gegn hjá fólki á öllum aldri. Þessi gervikúkur fæst í Partýbúðinni og kostar 790 krónur.
Stór eldflaug úr sagnaheimi Tinna. Eldflaugin er 90 sentímetrar, hún …
Stór eldflaug úr sagnaheimi Tinna. Eldflaugin er 90 sentímetrar, hún fæst í Epal og kostar 185 þúsund krónur.
Sokkar fyrir alla þá sem elska rauðvín. Sokkarnir eru rauðir …
Sokkar fyrir alla þá sem elska rauðvín. Sokkarnir eru rauðir og svartir en umbúðirnar líta út eins og falleg rauðvínsflaska. Sokkarnir fást í Nomadstore og kosta 2.690 krónur.
Hættu að vera í símanum á klósettinu, prófaðu frekar að …
Hættu að vera í símanum á klósettinu, prófaðu frekar að pútta. Þessi púttmotta fæst á coolshop.is og kostar 2.999 krónur.
Er kalkúnn í matinn? Af hverju ekki að gefa kalkúnahatt …
Er kalkúnn í matinn? Af hverju ekki að gefa kalkúnahatt í jólagjöf? Þessi risastóri kalkúnahattur fæst á Fotomax.is og kostar 10.680 krónur.
Fyndinn bolli er tilvalinn í leynivinagjöf í vinnunni. Þessi Disney-bolli …
Fyndinn bolli er tilvalinn í leynivinagjöf í vinnunni. Þessi Disney-bolli fæst í Nexus og kostar 2.799 krónur.
Óvenjulegur lampi frá Seletti sem allir garðálfar þurfa að eignast. …
Óvenjulegur lampi frá Seletti sem allir garðálfar þurfa að eignast. Þessi fæst í Hrím og kostar 49.990 krónur.
Veldu skemmtilega, ljóta eða jafnvel óviðeigandi mynd og láttu prenta …
Veldu skemmtilega, ljóta eða jafnvel óviðeigandi mynd og láttu prenta hana á púða. Á Strigaprent.is er hægt að láta prenta mynd á púða og kostar það 7.990 krónur.
Drykkjuspilið Fluxx gerir partíið skemmtilegra en spilið er aðeins fyrir …
Drykkjuspilið Fluxx gerir partíið skemmtilegra en spilið er aðeins fyrir 20 ára og eldri. Fæst í Spilavinum og kostar 4.620 krónur.
Uppblásanlegur lífvörður fyrir þá vatnshræddu. Best er að blása hann …
Uppblásanlegur lífvörður fyrir þá vatnshræddu. Best er að blása hann upp áður en pakkað er inn. Kúturinn fæst í Partýbúðinni og kostar 3.990 krónur.
mbl.is