Leikskólabörn á faraldsfæti sökum myglu

Mygla í húsnæði | 10. desember 2023

Leikskólabörn á faraldsfæti sökum myglu

Fjórir leikskólar Reykjavíkurborgar fengu í vikunni heimild á fundi borgarráðs til þess að flytja starfsemi sína í annað húsnæði. Myglu- og rakaskemmdir fundust við ástandsskoðun í leikskólunum fjórum; Grandaborg, Árborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Starfsemi skólanna hefur verið í óvissu eftir að skemmdirnar fundust í lok árs 2022 og í sumum tilfellum hafa skólarnir þurft að flytja sig um set oftar en einu sinni.

Leikskólabörn á faraldsfæti sökum myglu

Mygla í húsnæði | 10. desember 2023

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­ir leik­skól­ar Reykja­vík­ur­borg­ar fengu í vik­unni heim­ild á fundi borg­ar­ráðs til þess að flytja starf­semi sína í annað hús­næði. Myglu- og raka­skemmd­ir fund­ust við ástands­skoðun í leik­skól­un­um fjór­um; Granda­borg, Árborg, Garðaborg og Hálsa­skógi. Starf­semi skól­anna hef­ur verið í óvissu eft­ir að skemmd­irn­ar fund­ust í lok árs 2022 og í sum­um til­fell­um hafa skól­arn­ir þurft að flytja sig um set oft­ar en einu sinni.

Fjór­ir leik­skól­ar Reykja­vík­ur­borg­ar fengu í vik­unni heim­ild á fundi borg­ar­ráðs til þess að flytja starf­semi sína í annað hús­næði. Myglu- og raka­skemmd­ir fund­ust við ástands­skoðun í leik­skól­un­um fjór­um; Granda­borg, Árborg, Garðaborg og Hálsa­skógi. Starf­semi skól­anna hef­ur verið í óvissu eft­ir að skemmd­irn­ar fund­ust í lok árs 2022 og í sum­um til­fell­um hafa skól­arn­ir þurft að flytja sig um set oft­ar en einu sinni.

Leik­skól­inn Granda­borg hef­ur verið á tölu­verðu flakki frá því að myglu- og raka­skemmd­ir fund­ust í hús­næðinu. Í kjöl­farið flutti skól­inn úr þáver­andi hús­næði á Boðagranda 9 og hef­ur frá lok­um árs 2022 til dags­ins í dag haldið úti starf­semi í leik­skól­an­um við Eggerts­götu, við Naut­hóls­veg og í Kringl­unni. Hann mun nú flytja starf­semi sína í fær­an­legt hús við leik­skól­ann Haga­borg og er það í fjórða sinn sem flytja þarf starf­semi skól­ans. Gert er ráð fyr­ir því að starf­sem­inni verði haldið úti við Haga­borg til 1. mars 2025, eða þar til hús­næðið við Boðagranda 9 er gert upp. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins gagn­rýndu sér­stak­lega þær taf­ir sem orðið hafa á fram­kvæmd­um við leik­skól­ana Garðaborg, Granda­borg og Árborg. Þá benda þau á að liðlega 360 leik­skóla­pláss eru ónýt­an­leg vegna ástands­ins og ámæl­is­vert er að fyrst núna sé verið að und­ir­búa útboðsgögn vegna fram­kvæmda og end­ur­bóta, þannig að fram­kvæmd­um lýk­ur ekki fyrr en árið 2025.

Leik­skól­inn Árborg, sem áður var til húsa í Hlaðbæ 17, mun flytja starf­semi sína í Sel­ás­skóla til árs­ins 2025. Leik­skól­inn Garðaborg við Bú­staðaveg 81 mun flytja í Brákar­sund 1 til árs­ins 2025. Leik­skól­inn Hálsa­skóg­ar við Hálsa­sel 27-29 mun flytja í Ævin­týra­borg í Voga­byggð, en myglu- og raka­skemmd­ir fund­ust þar í byrj­un árs 2023.

mbl.is