Réttarhöld hafin yfir Svíanum í Íran

Íran | 10. desember 2023

Réttarhöld hafin yfir Svíanum í Íran

Réttarhöld í máli Svíans Johan Floderus eru hafin en hann hefur setið í fangelsi í Íran síðan í apríl í fyrra. 

Réttarhöld hafin yfir Svíanum í Íran

Íran | 10. desember 2023

Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. AFP/Emmi Korhonen/Lehtikuva

Rétt­ar­höld í máli Sví­ans Joh­an Floderus eru haf­in en hann hef­ur setið í fang­elsi í Íran síðan í apríl í fyrra. 

Rétt­ar­höld í máli Sví­ans Joh­an Floderus eru haf­in en hann hef­ur setið í fang­elsi í Íran síðan í apríl í fyrra. 

Tobi­as Bill­ström, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, staðfest­ir þetta við SVT

Sænsk­ur sak­sókn­ari er viðstadd­ur rétt­ar­höld­in en hon­um er meinað að taka þátt í þeim. 

„Það er eng­inn grund­völl­ur fyr­ir því að Joh­an Floderus sé í haldi, hvað þá að draga hann fram fyr­ir dóm­stóla. Bæði sænsk stjórn­völd og stjórn ESB hafa upp­lýst ír­önsk stjórn­völd um þetta,“ sagði Bill­ström en í sept­em­ber greindi Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB, frá því að unnið væri hörðum hönd­um að lausn Floderus.

Floderus er 33 ára gam­all sænsk­ur emb­ætt­ismaður. Hann vann áður hjá ESB og saka Íran­ar hann um njósn­ir. 

mbl.is