Beckham-fegðin bara tvö saman í New York

Beckham-fjölskyldan | 16. desember 2023

Beckham-fegðin bara tvö saman í New York

David Beckham og Harper dóttir hans áttu góðar stundir saman í New York í aðdraganda jólanna.

Beckham-fegðin bara tvö saman í New York

Beckham-fjölskyldan | 16. desember 2023

Harper og David Beckham í New York.
Harper og David Beckham í New York. Skjáskot/Instagram

Dav­id Beckham og Harper dótt­ir hans áttu góðar stund­ir sam­an í New York í aðdrag­anda jól­anna.

Dav­id Beckham og Harper dótt­ir hans áttu góðar stund­ir sam­an í New York í aðdrag­anda jól­anna.

Beckham feðgin­in gerðu ým­is­legt skemmti­legt og virt­ust njóta sín vel. Þau fóru meðal ann­ars sam­an á skauta og upp í turn Rocke­fell­er bygg­ing­ar­inn­ar og borðuðu risa­stór­ar sam­lok­ur eins og tíðkast í New York.

Harper sem er 12 ára er yngsta barn Beckham hjón­anna en þau eiga einnig þrjá stráka sem eru á aldr­in­um 18, 21 og 24 ára. Harper nýt­ur góðs af því að vera yngsta barnið og fær mik­inn einka­tíma með for­eldr­um sín­um en svo virðist sem Beckham ætli sér að njóta þessa dýr­mæta tíma til fulls áður en hún vex úr grasi.

David Beckham hefur oft verið gagnrýndur fyrir að kyssa Harper …
Dav­id Beckham hef­ur oft verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að kyssa Harper á munn­inn. Hér læt­ur hann kynn­ina nægja. Skjá­skot/​In­sta­gram
Feðgin í hæstu hæðum með New York borg í bakgrunni.
Feðgin í hæstu hæðum með New York borg í bak­grunni. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is