Leit út eins og „kýklópur“ eftir lýtaaðgerð

Þyngdarstjórnunarlyf | 16. desember 2023

Leit út eins og „kýklópur“ eftir lýtaaðgerð

Sharon Osbourne segir að það versta sem hún hafi gert hafi verið að fara í lýtaaðgerð á andlitinu árið 2021.

Leit út eins og „kýklópur“ eftir lýtaaðgerð

Þyngdarstjórnunarlyf | 16. desember 2023

Sharon Osbourne segir að það versta sem hún hafi gert …
Sharon Osbourne segir að það versta sem hún hafi gert hafi verið að fara í lýtaraðgerð á andlitinu á sér árið 2021. Ljósmynd úr safni

Sharon Os­bour­ne seg­ir að það versta sem hún hafi gert hafi verið að fara í lýtaaðgerð á and­lit­inu árið 2021.

Sharon Os­bour­ne seg­ir að það versta sem hún hafi gert hafi verið að fara í lýtaaðgerð á and­lit­inu árið 2021.

Os­bour­ne, fyrr­ver­andi dóm­ari í America's Got Talent og eig­in­kona rokk­stjörn­unn­ar Ozzy Os­bour­ne, þekk­ir vel til ým­issa fegr­un­araðgerða en hún hef­ur notað bótox, fylli­efni, farið í maga­ermi, stækkað brjóst­in og fleira. Hún seg­ir þó í viðtali við the Times of London að and­lits­lyft­ing­in sem hún fór í árið 2021 hafi gengið of langt.

„Ég leit út eins og kýklóp­ur [eineygðar ófreskj­ur í grískri goðafræði]. Ég var með annað auga hér og eitt auga þar og munn­ur­inn minn var all­ur skakk­ur, og svo þurfti ég að bíða eft­ir að þetta lagaðist áður en ég gat farið til baka og látið laga þetta,“ seg­ir Os­bour­ne.

CNN grein­ir frá.

Létt­ist um rúm­lega 19 kíló

Hún kveðst hafa farið í aðgerðirn­ar af hé­góma­skap.

„Ó, þú lít­ur vel út miðað við ald­ur þinn,“ sagði hún við the Times og London. „En ég veit hvernig ég lít út í raun og veru. Þegar ég lít í speg­il sé ég hvernig ég raun­veru­lega er,“ bætti hún við.

Os­bour­ne talaði einnig um notk­un sína á syk­ur­sýk­is­lyf­inu Ozempic og nefndi að eig­inmaður henn­ar og son­ur væru orðnir áhyggju­full­ir vegna þess að þeir telja að hún borði ekki nóg.

„Það voru all­ir á því og ég hugsaði: „Jæja, ég ætla að fá smá af þessu.“ Og svo er þetta niðurstaðan,“ sagði hún. „Það er ár í des­em­ber síðan ég byrjaði í megr­un og ég hef misst 42 pund (rétt rúm­lega 19 kíló). Ég virðist ekki geta þyngt mig aft­ur, sem er lúx­us, en það er líka eins og: „Gættu að því hvers þú ósk­ar þér.“

mbl.is