Meintur njósnari tekinn af lífi

Íran | 16. desember 2023

Meintur njósnari tekinn af lífi

Klerkastjórnin í Íran lét í morgun taka af lífi njósnara sem á að hafa starfað fyrir ísraelsku leyniþjónustuna Mossad.

Meintur njósnari tekinn af lífi

Íran | 16. desember 2023

Æðstiklerkur Írans, Ali Khamenei.
Æðstiklerkur Írans, Ali Khamenei. AFP/Khamenei.ir

Klerka­stjórn­in í Íran lét í morg­un taka af lífi njósn­ara sem á að hafa starfað fyr­ir ísra­elsku leyniþjón­ust­una Mossad.

Klerka­stjórn­in í Íran lét í morg­un taka af lífi njósn­ara sem á að hafa starfað fyr­ir ísra­elsku leyniþjón­ust­una Mossad.

„Dauðarefs­ing­unni var fram­fylgt í morg­un gegn njósn­ara Síon­ista­rík­is­ins í Za­hed­an fang­els­inu,“ seg­ir í frétt Miz­an sem er frétta­stofa ír­anska dóms­kerf­is­ins.

Ekki er ljóst hvenær maður­inn var hand­tek­inn né hver maður­inn er en í frétt­inni seg­ir að hann hafi verið fund­inn sek­ur um að hafa safnað gögn­um fyr­ir ísra­elsku leyniþjón­ust­una Mossad „með það að mark­miði að raska alls­herj­ar­reglu“ í Íran.

600 tekn­ir af lífi á þessu ári

Íran og Ísra­el eru erkifjend­ur en Íran neit­ar að viður­kenna til­vist Ísra­els sem sjálf­stætt ríki og styður við ýmsa víga­hópa í miðaust­ur­lönd­um sem beina spjót­um sín­um að Ísra­el, eins og til dæm­is hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as og His­bollah sem og upp­reisn­ar­hóp Húta í Jemen.

Írönsk stjórn­völd saka Ísra­el um að hafa í gegn­um árin fram­kvæmt skemmd­ar­verka­árás­ir og morð til að raska fram­gang kjarn­orku­áætlun­ar Írans.

Sam­kvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­um, þar á meðal Am­nesty In­ternati­onal, taka Íran­ar fleiri af lífi á ári en nokk­ur önn­ur þjóð, fyr­ir utan Kína. Í skýrslu sem kom út í nóv­em­ber hjá Am­nesty sagði að Íran hefði tekið meira en 600 manns af lífi það sem af er þessu ári.

Í des­em­ber í fyrra voru fjór­ir menn hengd­ir af ír­önsk­um stjórn­völd­um fyr­ir að hafa verið meint­ir njósn­ar­ar Mossad.

mbl.is