Með oxycontin í sælgætispokum

Ópíóíðar | 18. desember 2023

Með oxycontin í sælgætispokum

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo fyrir innflutning á 1.199 stykkjum af oxycontin töflum til landsins í september. Voru töflurnar ætlaðar til söludreifingar hér á landi.

Með oxycontin í sælgætispokum

Ópíóíðar | 18. desember 2023

Oxycontin er mjög sterkt verkjalyf. Undanfarin ár hafa komið upp …
Oxycontin er mjög sterkt verkjalyf. Undanfarin ár hafa komið upp þó nokkur mál þar sem reynt er að smygla slíkum efnum inn til landsins. Af vef Narconon

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo fyrir innflutning á 1.199 stykkjum af oxycontin töflum til landsins í september. Voru töflurnar ætlaðar til söludreifingar hér á landi.

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo fyrir innflutning á 1.199 stykkjum af oxycontin töflum til landsins í september. Voru töflurnar ætlaðar til söludreifingar hér á landi.

Hinir ákærðu voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og fundust töflurnar í tveimur sælgætispokum í farangurstöskum þeirra. Fram kemur að hver tafla hafi verið 80 mg.

Auk þess að krefjast refsingar yfir þeim ákærðu fer saksóknari fram á greiðslu sakarkostnaðar og upptöku á töflunum.

Oxycontin er ásamt contalgin og fentanyl dæmi um efni sem eru ópíóðalyf, en það eru mjög sterk verkjalyf. Slík lyf hafa verið mjög umdeild síðustu tvo áratugi og var oxycontin meðal annars helsta ástæðan fyrir ópíóðafaraldrinum sem hefur gengið yfir Bandaríkin. Er talið að 75% af dauðsföllum vegna ofskömmtunar í Bandaríkjunum sé vegna ópíóðalyfja.

Nokkur fjöldi mála hafa komið upp síðustu ár hér á landi vegna innflutning á oxycontin. Fyrr á þessu ári hlutu kona og karl 16 mánaða fangelsi hvort fyrir innflutning á 1.122 töflum af oxycontin, en þau komu frá Póllandi. Var konan með 477 töflur, en maðurinn með 645 töflur. Hafði þeim verið lofað sem nemur 66 þúsund íslenskum krónum fyrir að flytja efnin inn.

Yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans sagði fyrr á árinu við mbl.is að vandinn vegna ópíóðaneyslu hafi vaxið mánuðina á undan.

Svipaða sögu hafði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, að segja um misnotkun ópíóðalyfja í lok síðasta árs. Sagði hún misnotkun þeirra hjá ungu fólki nú mun algengari en áður.

Málið sem nú er ákært fyrir var þingfest fyrr í mánuðinum, en aðalmeðferð þess fer fram 20. desember. 

mbl.is