5 myndir sem þú verður að sjá um jólin

Föndur og afþreying | 21. desember 2023

5 myndir sem þú verður að sjá um jólin

Í öllu jólastressinu er mikilvægt að geta kúplað sig út og slakað aðeins á. Það er tilvalið að gera það yfir góðri jólamynd.

5 myndir sem þú verður að sjá um jólin

Föndur og afþreying | 21. desember 2023

Á listanum eru fimm klassískar jólamyndir sem klikka aldrei!
Á listanum eru fimm klassískar jólamyndir sem klikka aldrei! Samsett mynd

Í öllu jóla­stress­inu er mik­il­vægt að geta kúplað sig út og slakað aðeins á. Það er til­valið að gera það yfir góðri jóla­mynd.

Í öllu jóla­stress­inu er mik­il­vægt að geta kúplað sig út og slakað aðeins á. Það er til­valið að gera það yfir góðri jóla­mynd.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is tók sam­an lista yfir fimm klass­ísk­ar jóla­mynd­ir sem þú hrein­lega verður að sjá um jól­in. Á list­an­um eru fjöl­skyldu­mynd­ir og róm­an­tísk­ar mynd­ir sem fjöldi fólks um all­an heim treyst­ir á til að koma sér í al­vöru jóla­skap.

Home Alone

Kvik­mynd­in Home Alone frá ár­inu 1990 er að mati margra ein besta fjöl­skyldujóla­mynd­in. Hún fjall­ar um ung­an dreng sem heit­ir Kevin sem verður óvart einn eft­ir heima þegar fjöl­skyld­an er á leið í frí til Par­ís­ar yfir jól­in. Mynd­in hent­ar öll­um ald­urs­hóp­um og er sann­kölluð klass­ík.

Kvikmyndin Home Alone frá árinu 1990.
Kvik­mynd­in Home Alone frá ár­inu 1990. Ljós­mynd/​Imdb.com

Elf

Álf­ur­inn Buddy sem leik­inn er af Will Fer­rell er ómiss­andi part­ur af jól­um margra. Kvik­mynd­in Elf er frá ár­inu 2003 og ætti að kæta alla ald­urs­hópa. Hún fjall­ar um Buddy sem er mennsk­ur en ólst upp á Norður­póln­um með álf­um og kynni hans af raun­veru­leg­um föður sín­um í New York-borg. 

Kvimyndin Elf frá árinu 2003.
Kvi­mynd­in Elf frá ár­inu 2003. Ljós­mynd/​Imdb.com

The Holi­day

Kvik­mynd­in The Holi­day frá ár­inu 2006 er hin full­komna róm­an­tíska jóla­mynd sem hef­ur skapað sér sess í hjört­um margra. Kvik­mynd­in ger­ist ann­ars veg­ar í sól­ríku Los Ang­eles og hins veg­ar í snævi þaktri sveit í Englandi. Hún fjall­ar um tvær kon­ur í ástarsorg sem ákveða að skipt­ast á hús­um yfir jóla­hátíðina.

Kvikmyndin The Holiday frá árinu 2006.
Kvik­mynd­in The Holi­day frá ár­inu 2006. Ljós­mynd/​Imdb.com

How the Grinch Stole Christ­mas

Kvik­mynd­in How the Grinch Stole Christ­mas er önn­ur klass­ísk jóla­mynd fyr­ir alla fjöl­skyld­una frá ár­inu 2000. Mynd­in er byggð á þekktri bók eft­ir Dr. Seu­ess og fjall­ar ann­ars veg­ar um töfraþorpið Whoville þar sem all­ir elska jól­in og hins veg­ar um Trölla sem hat­ar jól­in og ákveður að stela jól­un­um frá þorp­inu.

Kvikmyndin How the Grinch Stole Christmas frá árinu 2000.
Kvik­mynd­in How the Grinch Stole Christ­mas frá ár­inu 2000. Ljós­mynd/​Imdb.com

Love Actually

Kvik­mynd­in Love Actually frá ár­inu 2003 er róm­an­tísk gam­an­mynd sem kem­ur manni strax í jóla­skap. Í mynd­inni er fylgst með nokkkr­um ólík­um per­són­um sem eiga það all­ar sam­eig­in­legt að vera í leit að ást­inni. Klass­ísk jóla­mynd sem klikk­ar ekki!

Kvikmyndin Love Actually frá árinu 2003.
Kvik­mynd­in Love Actually frá ár­inu 2003. Ljós­mynd/​Imdb.com
mbl.is