Segja Pútín reiðubúinn í vopnahlé

Úkraína | 23. desember 2023

Segja Pútín reiðubúinn í vopnahlé

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er tilbúinn að semja um vopnahlé í Úkraínustríðinu sem hefur nú geisað í 22 mánuði. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins New York Times.

Segja Pútín reiðubúinn í vopnahlé

Úkraína | 23. desember 2023

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er tilbúinn að semja um vopnahlé.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er tilbúinn að semja um vopnahlé. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er tilbúinn að semja um vopnahlé í Úkraínustríðinu sem hefur nú geisað í 22 mánuði. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins New York Times.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er tilbúinn að semja um vopnahlé í Úkraínustríðinu sem hefur nú geisað í 22 mánuði. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins New York Times.

„Við gefumst ekki upp á því sem er okkar,“ hefur Times á eftir Pútín er hann ávarpaði hershöfðingja sína á þriðjudag, en nú virðist sem þjóðarleiðtoginn sé tilbúinn að semja um vopnahlé.

Að sögn Times hefur forsetinn gefið það til kynna í gegnum milliliða sína, í það minnsta frá því í september, að hann sé opinn fyrir vopnahléi sem myndi frysta orrustuna í núverandi mynd. Þetta hefur Times eftir tveimur fyrrverandi rússneskum embættismönnum sem þekkja vel til stjórnvalda í Kreml. Einnig vitnar miðillinn í bandaríska og alþjóðlega embættismenn sem hafa fengið svipuð skilaboð frá erindrekum Pútíns.

Lengi haft áhuga á vopnahléi

Pútín hefur jafnvel frá því um haustið 2022 gefið í skyn að hann hafi áhuga á vopnahléi, að sögn bandarísku embættismannanna. Þá hafi Pútín verið sáttur með þann ávinning sem Rússland hefði náð í stríðinu og opinn fyrir hléi.

„Þessi hljóðláta uppákoma, sem ekki hefur verið greint frá áður, kom eftir að Úkraína réð rússneska hernum í norðausturhluta landsins. Herra Pútín gaf til kynna að hann væri ánægður með hertekið landsvæði Rússlands og tilbúinn fyrir vopnahlé,“ segja embættismennirnir.

Tilbúnir að semja um vopnahlé

„Við erum tilbúnir að semja um vopnahlé“,“ hefur Times eftir háttsettum embættismanni sem fundaði með æðstu ráðamönnum Rússa í haust.

„Þeir vilja halda sér þar sem þeir eru nú á vígvellinum.“

Fjöldi særðra eða látinna rússneskra hermanna í Úkraínustríðinu nem­ur um 87% af fjölda her­manna í hern­um áður en stríðið hófst í fe­brú­ar 2022. Til þess að bæta fyr­ir manns­fallið hef­ur Rúss­land gripið til aðgerða eins og að kveða frelsaða fanga í her­inn og senda þá á víg­lín­urn­ar.

mbl.is