Vítalía og Arnar Grant rúntuðu, fíaskó í umferðinni og Exit-bílar

Frægir á ferð | 30. desember 2023

Vítalía og Arnar Grant rúntuðu, fíaskó í umferðinni og Exit-bílar

Árið 2023 héldu Íslendingar áfram að kaupa og selja bíla og ástfangin pör héldu áfram að fara á rúntinn þrátt fyrir heimsendaspár. Einn maður komst þó í bílafréttir á árinu fyrir það að keyra ekki bíl.

Vítalía og Arnar Grant rúntuðu, fíaskó í umferðinni og Exit-bílar

Frægir á ferð | 30. desember 2023

Arnar Grant og Vítalía fóru á rúntinn á árinu. Simmi …
Arnar Grant og Vítalía fóru á rúntinn á árinu. Simmi Vill komst í hann krappann og Sigurður Elí hætti með einkanúmerið Exit. Samsett mynd

Árið 2023 héldu Íslend­ing­ar áfram að kaupa og selja bíla og ást­fang­in pör héldu áfram að fara á rúnt­inn þrátt fyr­ir heimsenda­spár. Einn maður komst þó í bíla­frétt­ir á ár­inu fyr­ir það að keyra ekki bíl.

Árið 2023 héldu Íslend­ing­ar áfram að kaupa og selja bíla og ást­fang­in pör héldu áfram að fara á rúnt­inn þrátt fyr­ir heimsenda­spár. Einn maður komst þó í bíla­frétt­ir á ár­inu fyr­ir það að keyra ekki bíl.

Vítal­ía og Arn­ar Grant fóru á rúnt­inn

Eitt þekkt­asta par lands­ins, Vítal­ía Lazareva og Arn­ar Grant, vörðu kvenna­frí­deg­in­um sam­an en til þeirra sást þar sem þau rúntuðu um miðbæ­inn á tveggja ára göml­um Land Rover Def­end­er. Bíll­inn var skráður á fyr­ir­tækið Eski­mó­ar Hold­ing ehf. sem er fé­lag sem starfar í ferðaþjón­ustu.

Arnar Grant og Vítalía rúntuðu um á Land Rover Defender.
Arn­ar Grant og Vítal­ía rúntuðu um á Land Rover Def­end­er. Sam­sett mynd

Á bíl­um eins og norsk­ir glæpa­menn

Ný þáttaröð af norsku út­rás­arþátt­un­um Exit fór í loftið í mars. Íslend­ing­ar eru með svipaðan stíl og Norðmenn­irn­ir glæfra­legu. Í þriðju þáttaröðinni er Adam Veile kom­inn á Benz-jepp­ann Mercedes-AMG G63 en keyrði auðvitað um á dýr­ari lúx­usút­gáfu sem nefn­ist Bra­bus og kost­ar yfir 100 millj­ón­ir. Mercedes-AMG G63 kost­ar um 60 millj­ón­ir króna. Fjór­ir sams­kon­ar bíl­ar voru í um­ferð á Íslandi í mars sem voru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slík­ir grip­ir flutt­ir inn og í janú­ar og fe­brú­ar á þessu ári bætt­ust tveir til viðbót­ar.

Norski útrásarvíkingurinn, Adam Veile, keyrir um á Mercedes-AMC G í …
Norski út­rás­ar­vík­ing­ur­inn, Adam Veile, keyr­ir um á Mercedes-AMC G í þriðju þáttaröðinni af EXIT. Ljós­mynd/​Sam­sett

Sagði skilið við Exit-bíl­núm­erið

Sig­urður Elí Berg­steins­son, eig­andi skemmti­staðar­ins EXIT og mat­sölustaðar­ins Vefj­unn­ar, tók þá ákvörðun í sum­ar að selja Porsche-bif­reið sína með einka­núm­er­inu EXIT. Hann fór aft­ur á gamla Range Rover-jepp­ann og sagði skilið við bíl­núm­erið. „Ég seldi hann eft­ir „fía­skó“ sum­ars­ins,“ út­skýr­ði Sig­urður Elí. Porsche-bif­reið Sig­urðar Elís vakti ómælda at­hygli á sum­ar­mánuðum þegar hún sást yf­ir­gef­in á um­ferðareyju í Reykja­vík og einnig þegar henni var lagt í sér­merkt stæði fyr­ir hreyfi­hamlaða fyr­ir utan Lands­bank­ann og héraðsdóm Reykja­ness ör­fá­um dög­um seinna.

Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa.
Sig­urður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa. Sam­sett mynd

Pat­rik á Porsche

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, sást á tryllt­um sportjeppa af teg­und­inni Porsche Cayenne í sum­ar. Grunn­verð hér á landi á slík­um bíl var rúm­lega 16,4 millj­ón­ir. Í nóv­em­ber fékk hann einka­núm­erið PBT. Pat­rik virðist vera sér­lega hrif­inn af glæsikerr­um frá Porsche, en hann keyrði áður um á ljós­blá­um sport­bíl af teg­und­inni Porsche Taycan. Blái bíl­inn var frá ár­inu 2022 og setti Pat­rik hann á sölu og var verðmiðinn 14,9 millj­ón­ir.

Patrik elskar Porsche.
Pat­rik elsk­ar Porsche. Sam­sett mynd

Simmi missti prófið

Sig­mar Vil­hjálms­son at­hafnamaður fór í gegn­um sum­arið á hjóli og sem farþegi. Hann missti bíl­prófið tíma­bundið í vor í kjöl­far þess að hann var tek­inn fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. „Eins fyndið og það hljóm­ar þá finn ég fyr­ir ákveðinni tóm­leika­til­finn­ingu því Villi sam­starfsmaður minn hef­ur sótt mig nán­ast á hverj­um morgni,“ sagði Sig­mar í sam­tali við Smart­land þegar hann end­ur­heimti bíl­prófið í lok ág­úst.

Simmi Vill.
Simmi Vill. Mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve
mbl.is