„Balí á alltaf sérstakan stað í hjartanu mínu“

Borgarferðir | 31. desember 2023

„Balí á alltaf sérstakan stað í hjartanu mínu“

Ljósmyndarinn Emelía Sól Gústavsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á ferðalögum, bæði innanlands og utan landsteinanna. Hún veit fátt skemmtilegra en að kynnast nýrri menningu og sjá fallegar náttúruperlur með eigin augum.

„Balí á alltaf sérstakan stað í hjartanu mínu“

Borgarferðir | 31. desember 2023

Ljósmyndarinn Emelía Sól Gústavsdóttir átti ævintýralegt ferðaár 2023.
Ljósmyndarinn Emelía Sól Gústavsdóttir átti ævintýralegt ferðaár 2023. Samsett mynd

Ljós­mynd­ar­inn Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir hef­ur alla tíð haft mik­inn áhuga á ferðalög­um, bæði inn­an­lands og utan land­stein­anna. Hún veit fátt skemmti­legra en að kynn­ast nýrri menn­ingu og sjá fal­leg­ar nátt­úruperl­ur með eig­in aug­um.

Ljós­mynd­ar­inn Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir hef­ur alla tíð haft mik­inn áhuga á ferðalög­um, bæði inn­an­lands og utan land­stein­anna. Hún veit fátt skemmti­legra en að kynn­ast nýrri menn­ingu og sjá fal­leg­ar nátt­úruperl­ur með eig­in aug­um.

Emel­ía út­skrifaðist sem ljós­mynd­ari frá Tækni­skól­an­um vorið 2022. Hún viður­kenn­ir að þrátt fyr­ir að ljós­mynd­un hafi alltaf heillað hana hafi hún ekki áttað sig strax á því að það væri það sem hún vildi læra og vinna við í framtíðinni. 

Emelía veit fátt skemmtilegra en að ferðast og festa minningarnar …
Emel­ía veit fátt skemmti­legra en að ferðast og festa minn­ing­arn­ar á filmu. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

„Vissi ekk­ert hvað ég myndi vilja læra“

„Þegar ég kláraði mennta­skóla var ég alls ekki til­bú­in að fara beint í há­skóla­nám og vissi ekk­ert hvað ég myndi vilja læra og verða þegar ég yrði stór. En ferðaþráin var mjög sterk og því tók þá nokk­ur ár þar sem ég var bara að vinna og safna pen­ing fyr­ir næstu ut­an­lands­ferð.

Á þessu ferðalagi fann ég fljót­lega að mig langaði að geta tekið fal­leg­ar mynd­ir af þess­um stöðum og festa minn­ing­arn­ar á filmu í góðum gæðum. Ég varð svo loks­ins til­bú­in að fara aft­ur í skóla og var með í huga inn­an­húss­arki­tekt, ljós­mynd­un, markaðsfræði eða stíl­istanám,“ út­skýr­ir hún og seg­ir ljós­mynd­un hafa orðið fyr­ir val­inu. 

Emel­ía var dug­leg að ferðast árið 2023, en hún byrjaði árið með stæl í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um.

Emelía og kærasti hennar Ísak Eldjárn Tómasson.
Emel­ía og kær­asti henn­ar Ísak Eld­járn Tóm­as­son. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Elsk­ar pálma­tré, strend­ur og sól

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Ég elska að mest að ferðast er­lend­is og þá helst á staði þar sem er nóg af pálma­trjám, fal­leg­um strönd­um og sól. En eft­ir að hafa klárað ljós­mynda­námið þá kann ég meira að meta all­ar árstíðir því þær bjóða all­ar upp á fjöl­breytta liti og fal­lega birtu sem er svo gam­an að vinna með á mynda­vél­inni. Ég er líka mjög heilluð af „roa­dtrip“ ferðalög­um í fal­leg­um hippa bíl, t.d. í Evr­ópu eða Ástr­al­íu, það er mjög of­ar­lega á „bucket“ list­an­um.“

Emelía er hrifnust af ferðalögum á suðræna og sólríka áfangastaði.
Emel­ía er hrifn­ust af ferðalög­um á suðræna og sól­ríka áfangastaði. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Hvert ferðaðist þú inn­an­lands í ár?

„Þau voru ekki mörg ferðalög­in inn­an­lands í ár. Ég fór með tveim­ur vin­kon­um mín­um í stutt „roa­dtrip“ að Selja­valla­laug, Skóga­fossi og Selja­lands­fossi – það var mjög skemmti­leg skyndi­ákvörðun. Einnig fór­um við Ísak kærast­inn minn í mynda­töku í Reyn­is­fjöru og Dyr­hóla­ey fyr­ir ljós­mynda­hóp frá Hollandi. Ég hlakka mikið til að ferðast meira um Ísland og ná fal­leg­um mynd­um af okk­ar nátt­úruperl­um.“

En er­lend­is?

„Ég byrjaði árið í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um í heim­sókn hjá mág­konu minni þar sem ég var þar með fjöl­skyldu Ísaks yfir jól og ára­mót. Í lok mars fór­um við Ísak til Balí í tvo mánuði. Á heim­leiðinni tók­um við þriggja daga stopp í Singa­pore og 10 daga í Dan­mörku að heim­sækja fjöl­skyld­una mína sem býr þar. Í lok sum­ars fór ég svi með Ísaki og fjöl­skyldu hans í tvær vik­ur til Krít­ar að fagna fimm­tugsaf­mæli hjá tengda­mömmu minni.“

Emelía ferðaðist á marga spennandi áfangastaði í ár.
Emel­ía ferðaðist á marga spenn­andi áfangastaði í ár. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt inn­an­lands í ár?

„Bæði ferðalög­in sem ég nefndi hér fyr­ir ofan voru ótrú­lega skemmti­leg, get varla valið á milli. En þessi mynda­taka í Reyn­is­fjöru var mjög áhuga­verð, marg­ar fal­leg­ar mynd­ir sem við feng­um að eiga og þykir vænt um.“

Emelíu þykir afar vænt um myndirnar úr myndatökunni sem hún …
Emel­íu þykir afar vænt um mynd­irn­ar úr mynda­tök­unni sem hún og Ísak fóru í. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt er­lend­is í ár?

„Öll þessi ferðalög er­lend­is voru líka dá­sam­leg og ólík. En Balí á alltaf sér­stak­an stað í hjart­anu mínu, þetta var mín fjórða ferð þangað og í þetta skiptið ferðaðist ég mun meira en áður um eyj­una og upp­lifði nokkra fal­lega staði sem mig hafði lengi langað að sjá og taka mynd­ir af.“

Þetta var í fjórða skipti sem Emelía heimsækir Balí.
Þetta var í fjórða skipti sem Emel­ía heim­sæk­ir Balí. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

„Staðirn­ir sem stóðu mest upp úr voru Kel­ing­k­ing Beach Nusa Penida, Jatiluwih Rice Terraces og foss­inn Tukad Cep­ung. Krít heillaði mig samt líka mjög mikið og ég væri til í að fara aft­ur þangað og ferðast meira um eyj­una sjálfa og jafn­vel fleiri eyj­ar þar í kring.“

Emelía varð líka heilluð af Krít og langar að ferðast …
Emel­ía varð líka heilluð af Krít og lang­ar að ferðast meira á þeim slóðum. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Besti mat­ur­inn sem þú fékkst á ferðalagi í ár?

„Avoca­do-toast og smoot­hie-skál­ar hafa verið lengi í upp­á­haldi hjá mér og er enn, ég gæti borðað það til skipt­is í öll mál. Balí er ein­mitt troðfull eyja af slík­um mat og al­gjör draum­ur fyr­ir mikla mat­gæðinga, veg­an og græn­met­isæt­ur. En það var eitt sal­at sem við þurft­um að enda Balíferðina okk­ar á. Staður­inn heit­ir Secret Spot og sal­atið Fala­fel Bliss Bowl er klár­lega hið full­komna sal­at að mínu mati.“

Að sögn Emelíu er Balí algjör paradís fyrir maðgæðinga.
Að sögn Emel­íu er Balí al­gjör para­dís fyr­ir maðgæðinga. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Hvaða staði mæl­ir þú að fólk heim­sæki?

„Það eru tvö hót­el á Balí sem ég mun alltaf hugsa um og láta mig dreyma um að fara aft­ur á – Belaj­ar og Maja Canggu. Ég myndi klár­lega mæla með að eyða að minnsta kosti einni nótt á öðru hvoru eða báðum hót­el­un­um.“

Emelía gisti á afar fallegum hótelum á Balí sem hún …
Emel­ía gisti á afar fal­leg­um hót­el­um á Balí sem hún mæl­ir ein­dregið með. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

„Maja hót­elið er eins og að stíga inn í himna­ríki. Arki­tekt­úr­inn og stíll­inn er ótrú­lega fal­leg­ur sem er svo gam­an að mynda, bæði einn og sér og svo eru fal­leg­ir bak­grunn­ir útum allt fyr­ir In­sta­grammið. En bæði hót­el­in eru mjög stíl­hrein og með svo ró­andi „vibe“ yfir öllu.“

Emelía er með gott auga fyrir fallegum ljósmyndum og þótti …
Emel­ía er með gott auga fyr­ir fal­leg­um ljós­mynd­um og þótti sann­ar­lega ekki leiðin­legt að taka mynd­ir á hót­el­inu! Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Ertu byrjuð að plana ferðalög fyr­ir næsta ár?

„Næsta ár er ekk­ert planað, oft­ast eru þau lítið plönuð hjá mér og plön­in frek­ar gerð með stutt­um fyr­ir­vara þannig það verður spenn­andi að sjá hvernig 2024 verður. En mig lang­ar að ferðast meira um Ísland og mögu­lega mun ég heim­sækja fjöl­skyld­una mína í Dan­mörku.“

Emelía er lítið byrjuð að plana ferðalög næsta árs, en …
Emel­ía er lítið byrjuð að plana ferðalög næsta árs, en hún reikn­ar þó með því að skreppa í heim­sókn til fjöl­skyldu sinn­ar í Dan­mörku. Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir

Hvert dreymi þig að fara?

„Mig dreym­ir helst um að fara til Jap­an, Ástr­al­íu, Fil­ipps­eyj­ar, Maldi­ves, Nor­egs, Græn­lands, Nýja Sjá­lands, Afr­íku, Suður Am­er­íku, Hawaii og gæti talið enda­laust áfram.“

Það eru margir spennandi staðir sem Emelíu dreymir um að …
Það eru marg­ir spenn­andi staðir sem Emel­íu dreym­ir um að ferðast á! Ljós­mynd/​Emel­ía Sól Gúst­avs­dótt­ir
mbl.is